Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 30. 2020 | 05:30

10 ára strákur fór holu í höggi!

Tíu ára strákur, Baldur Sam Harley, GA, fór holu í höggi þann 28. júlí sl. á Skeggjabrekkuvelli á Ólafsfirði.

Höggið góða átti Baldur Sam á par-3 8. holu Skeggjabrekkuvallar, sem er 120 metra löng.

Heiðar Davíð golfkennari varð vitni að högginu og sagði að golfboltinn hefði farið í fallegum boga og lent framarlega á flötinni og rúllað hægt ofan í holu.

Glæsiás!!! …. og Baldur Sam orðinn Einherji, aðeins 10 ára ungur – eftir að hafa náð draumahöggi allra kylfinga!!

Golf 1 óskar Baldri Sam Harley innilega til hamingju með ásinn!!!