Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 30. 2011 | 14:30

„Strákarnir okkar“ luku leik í 23. sæti í Portúgal

„Strákarnir okkar“ þeir Úlfar, Sigurpáll og Ólafur H. sem spilað hafa á Evrópukeppni PGA landsliða í Vale do Lobo í Portúgal luku leik í gær og lentu í 23. sæti.

Úlfar spilaði á 81 höggi, Sigurpáll virðist einungis hafa spilað nokkrar holur og Ólafur H. var á skori, sem maður vildi hafa séð þá alla á, alla keppnisdagana – 71 glæsilegu höggi!

Samtalsskor PGA landsliðsins okkar var póstnúmer Dalvíkur, 620 (162 147 159 152), þ.e. samtals +44 yfir pari. Slóvenía og Rússland deildu 24. sætinu og Ungverjar ráku lestina í 26. sæti á 626 höggum samtals.

Frakkar sigruðu nokkuð örugglega á samtals -19 undir pari (140 140 138 139) þ.e. samtals 557 höggum og áttu 9 högg á þá sem urðu í 2. sæti lið Spánverja og Skota.  Frakkar fengu í € 6.000,- í verðlaun fyrir 1. sætið, en veitt voru verðlaun fyrir 10 efstu sætin, lægst €2000 fyrir 10. sætið.

Til þess að sjá úrslit í Evrópukeppni PGA landsliða smellið HÉR: