
„Strákarnir okkar“ í 22. sæti í Portúgal
Í Vale do Lobo í Portúgal fer nú fram Evrópukeppni PGA landsliða, þ.e. dagana 26.-29. nóvember. Alls taka 26 lið frá jafnmörgum Evrópulöndum þátt. Strákarnir okkar, þeir Úlfar Jónsson, GKG, sem jafnframt er fyrirliði, Sigurpáll Geir Sveinsson, GK og Ólafur H. Jóhannesson, GSE, hafa ekki náð að sýna sitt rétta andlit, deila 22. sætinu í mótinu ásamt liði Slóveníu.
Tvö bestu samanlögðu skor gilda eftir hvern dag og fyrsta dag mótsins var samanlagt skor íslenska liðsins 162. Síðan gekk mun betur í gær þegar strákarnir okkar bættu sig um heil 15 högg, en þá var samanlagða skorið 147. Samtals hefir íslenska liðið því spilað á 309 höggum.
Frakkland, Ítalía og Spánn deila efsta sætinu á 280 höggum og ekki óvinnandi vegur að laga skorið heilmikið næstu 2 daga!
Golf 1 óskar strákunum okkar góðs gengis í dag!
Til þess að sjá stöðuna í Vale do Lobo þegar mótið er hálfnað smellið HÉR:
- janúar. 15. 2021 | 09:00 PGA: 3 efstir & jafnir e. 1. dag Sony Open
- janúar. 15. 2021 | 08:00 Angel Cabrera handtekinn af Interpol í Brasilíu
- janúar. 14. 2021 | 20:49 Svar Kevin Kisners við því hvort hann geti sigrað hvar sem er
- janúar. 14. 2021 | 20:00 PGA: Pebble Beach mótið spilað án áhugamannanna vegna Covid
- janúar. 14. 2021 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elín Henriksen og Gunnar Smári Þorsteinsson – 14. janúar 2021
- janúar. 14. 2021 | 10:00 GSÍ: Reglur varðandi framkvæmd æfingar og keppni á Covid tímum
- janúar. 14. 2021 | 08:00 GR: Þórður Rafn nýr íþróttastjóri GR! Haukur Már kemur inn í þjálfarateymið!
- janúar. 14. 2021 | 07:00 LPGA: Yealimi Noh, meðal þeirra sem eru nýliðar aftur 2021!
- janúar. 13. 2021 | 18:00 PGA: Áhorfendum fækkað á Phoenix Open og grímuskylda!
- janúar. 13. 2021 | 16:30 Áskorendamótaröð Evrópu: Mótum í S-Afríku frestað
- janúar. 13. 2021 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Guðjón Frímann Þórunnarson – 13. janúar 2020
- janúar. 13. 2021 | 13:00 Evróputúrinn: Boðskortin á Sádí International
- janúar. 13. 2021 | 10:00 Sonur Gary Player hvetur föður sinn til að skila Trump frelsisorðunni
- janúar. 13. 2021 | 08:00 Vegas með Covid
- janúar. 12. 2021 | 20:00 Paige Spiranac svarar fyrir sig