Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 1. 2012 | 18:00

„Eru of margir golfvellir í Ástralíu?“ eftir Richard Fellner

Hér á eftir fer skemmtileg grein eftir Bandaríkjamanninn Richard Fellner, sem búsettur er í Ástralíu. Richard er margverðlaunaður golffréttamaður. Hér fer grein hans:

„Þegar ég fluttist fyrst til Melbourne (í Ástralíu) frá Bandaríkjunum hafði ég litla vitneskju um golfvelli svæðisins.

Sem fíkinn golfspilari frá 4 ára aldri þá var það fyrsta sem ég gerði eftir að vera búinn að taka upp úr flutningskössunum að glugga í golfvallarvísinn til þess að skoða legu landsins golfvallarlega séð.

Kengúrur á golfvelli í Ástralíu - ekki óalgeng sjón!

Það er kannski óþarfi að minnast á það, en ég missti hökuna þegar ég sá fjölda golfvalla bara í kringum Melbourne.  (Til dagsins í dag, heldur konan mín því fram að ég hafi hrópað upp yfir mig í kæti eins og lítil skólastúlka). Ég hlaut að hafa dáið og farið til himins – þarna var úrval golfvalla – og vallar-og félagagjöldin voru sérlega sanngjörn i samanburði við sambærilega golfvelli í Bandaríkjunum. Mér var þá ókunnugt um að ég hafði lent í landi sem er með 3. flesta golfvelli í heiminum per höfðatölu (á eftir Skotlandi og Nýja-Sjálandi) og var með meirihluta þessara golfvalla í bakgarðinum hjá mér.

(Innskot: Richard er í grein sinni líklega að vísa til samantektar Aussie Golfer frá 2009 um hvaða þjóðir eru með flesta golfvelli per íbúatölu en í þeirri könnun var bara tekið saman yfirlit yfir þjóðir með fleiri íbúa en 500.000 og Ísland því ekki efst á blaði þar – en sem kunnugt er hefir Ísland flesta golfvelli per íbúa eða 1 völl fyrir hverja 4.824 íbúa eða alls 66 golfvelli, skv. nýrri skýrslu KPMG).

Þar að auki komst ég fljótt að því að það var verið að byggja fullt af öðrum völlum til viðbótar eða hanna. Og það var ekki bara í Victoríu heldur voru heimsklassagolfvellir að poppa upp um alla Ástralíu. Vellir eins og Eynesbury, Growling Frog, Barnbougle Dunes, Kalgoorlie, Hamilton Island, St Andrews Beach voru í bígerð til að hala hinn hinn almáttuga dollar.

Í raun, var golfsenann í Ástralíu svo góð að maður fékk vatn í munninn.  (Innskot: Ekki segja Keegan Bradley frá því!!!).

Spólum fram til dagsins í dag.

Margir einkaklúbbar hafa séð félagatölu sína lækka yfir árin þegar kylfingar fóru að ferðast meira eða spila á frábærum almenningsvöllum. Skýrsla frá síðasta ári sýnir að almennir áhugakylfingar sem spila sér til skemmtunar eru orðnir fleiri en félagar í einkaklúbbum í fyrsta sinn í sögunni, sem er áfall fyrir klúbbana sem byggja afkomu sína á félagagjöldum og velhafandi félögum.

En það er nú bara hálf sagan. Eftir að hafa þurft að þola alvarlega þurrka, lamandi heimskrísuna, (en framhald á henni virðist hugsanlega vera í uppsiglingu), slæmt vetrarveður, nokkur flóð og hamfarir um landið þá hefir golfiðnaðurinn þurft að þola erfiða tíma og golftekjur hafa minnkað tilfinnanlega. Golfvellir fara kaupum og sölum í hverjum mánuði og ný plön hafa öll þokað fyrir öðru (sem hefir neytt suma golfvallararkítekta til að leita fyrir sér að vinna á svæðum þar sem golfíþróttin er í örum vexti Kína/Asíu).

Þannig, hvað er hægt að gera?

Meðan sumir klúbbar hafa aðhyllst „bíðum og sjáum til“ aðferðina hafa aðrir klúbbar agressívt verið með kynningarstarfsemi og reynt þannig að auka aðsókn. Þeir gera það með því að lækka vallargjöld, búa til nýstárlega félagsaðild, lækka gjöld t.d. með dagvallargjöldum […] en margir klúbbar í dag eru að „scrambla“ til þess að komast úr röffinu.

En það er kannski ekki nóg.

Því miður er margir þeirrar skoðunar að það séu einfaldlega of margir golfvellir og að sameining sé lausnin. Þetta þýðir að sumir vellir munu loka fyrir fullt og allt eða renna saman við nágrannaklúba. Frægu klúbbarnir á sandbelti Melbourne og þeir sem eru í útjaðrinum til suðurs eru toppgæða meðalklúbbar, sem geta einfaldlega ekki komist af í núverandi efnahagsástandi og það eru mörg svæði um allt land sem eru í sama báti. Þannig að aðgerða er þörf til að halda lífi.

Það er leitt, já. En nauðsynlegt.

Sem kylfing fer það alveg með mig. Í hvert sinn sem golfvöllur lokar, finnst mér ég vera tómur innan í mér. Jafnvel þó ég hafi aldrei séð völlinn (Innskot: Finn til með honum alla leið til Íslands!) ég hugsa til félaganna og allra góðu stundanna og ríkrar sögu klúbbsins. Ég hef jafnvel verið sorgmæddur vegna valla, sem ég fæ aldrei tækifæri til að spila.

En þar sem ég elska golf, skil ég að það verður að gera allt sem nauðsynlegt er til þess að tryggja að golfbransinn sé sterkur og heilbrigður. Meðan ‘survival of the fittest’ er hluti af náttúrunni (allt eftir því hver trú okkar er) þá er staðreynd að samrunar og yfirtökur (og gjaldþrot og nauðungasölur) eru hluti af businesspakkanum og við værum auðtrúa að telja að það gæti ekki tekið til golfsins.

En það þarf ekki að líta á samruna sem sorgarferli. Í reynd hafa sum af bestu félögum/uppfinningum/hönnunum sögunnar komist á í gegnum samruna og samvinnu. Og það sama mun eiga við um ástralskt golf, með tímanum, ef hægt er að leggja á sig skammtíma sársauka fyrir langtíma hagnað.

Sjáumst á vellinum (vonandi)

Um höfund greinarinnar

Richard Fellner er ritstjóri Inside Golf Magazine og PGA Magazine. Hann er hlaut Australian Golf Media Award 2007 fyrir ljósmynda fréttamennsku (ens.: photojournalism,) og hefir spilað og metið golfvelli um allan heim og hefir tekið viðtöl við kylfinga á borð við Jack Nicklaus og Tom Watson.Viðtöl við hann sjálfan hafa m.a. birtst á Channel7 News, ABC News Radio, Melbourne Talk Radio 1377, 2GB  auk margra annarra um allan heim.Hann er upprunalega frá Bandaríkjunum (en er nú stoltur Melbourne-búi) Richard er sannkallaður golfharmleikur (ens. Golf Tragic) — hann hefir spilað golf í yfir 35 ár (en hefir aldrei bætt sig!).