Þórður Rafn Gissurarson. Mynd: Golf 1.
Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 27. 2012 | 17:30

Þórður Rafn hætti þátttöku í lokaúrtökumóti á Shell Houston vegna úlnliðsmeiðsla

Þórður Rafn Gissurarson, GR, sem komst svo glæsilega í gegnum úrtökumót til þess að spila í lokaúrtökumóti fyrir Shell Houston, varð fyrir því óhappi að slasast á úlnlið. Shell Houston mótið er hluti á sterkustu mótaröð heims, PGA og hefst nú n.k. fimmtudag. Þórður Rafn mat stöðuna svo  betra væri að hætta keppni í lokaúrtökumótinu en taka þá áhættu að skaða úlnliðinn meira en orðið var. Hann var búinn að spila 12 holur.

Það voru 4 efstu í lokaúrtökumótinu sem fengu rétt til þess að spila í sjálfu Shell Houston;  tveir frá Texas Tag Ridings og Shawn Stefani, einn frá Alabama, Jeff Curl og einn frá Flórída, Jim Herman.

Til þess að sjá úrslitin í lokaúrtökumótinu fyrir Shell Houston smellið HÉR: