Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 7. 2012 | 11:15

Údílalílalí…. Rickie Fowler kominn í 24. sæti heimslistans!!!

Golf Boys-inn Rickie Fowler sem vann 1. sigur sinn á PGA Tour í Quail Hollow seint í gær fór upp um 15 sæti á heimslistanum.  Í síðustu viku var hann í 39. sæti heimslistans, en er nú kominn upp í 24. sætið!  (Fyrir þá sem ekki skilja fyrirsögnina er vert að rifja upp aðalsmellinn með Golf Boys bandinu, sem Rickie er hluti af Oh, Oh, Oh…. smellið HÉR: )

Rory McIlroy sem tapaði í umspilinu við Rickie fór vegna góðs árangurs úr 2. sætinu á heimslistanum upp í 1. sætið.

Francesco Molinari sem vann Reale Seguros Open de España á Evróputúrnum í gær fer líkt og Rickie upp um 15 sæti – var í 44. sætinu en er kominn á Topp-30 listann, er nú í 29. sæti.

Eftirtektarvert við heimslista vikunnar að meirihluti kylfinga á topp-10 er í fyrsta sinn í lengri tíma að meirihluta til Bandaríkjamenn.

Staða efstu 10 á heimslistanum er eftirfarandi:

1. sæti Rory McIlroy

2. sæti Luke Donald

3. sæti Lee Westwood

4. sæti Bubba Watson

5. sæti Hunter Mahan

6. sæti Steve Stricker

7. sæti Tiger Woods

8. sæti Martin Kaymer

9. sæti Webb Simpson

10. sæti Phil Mickelson

Sjá heimslistann í heild HÉR: