Ragnheiður Jónsdóttir | september. 28. 2016 | 09:00

Vandræðalegt móment hjá Tiger í Ryder myndatöku

Það var heldur betur vandræðalegt augnablik sem kom upp í myndatöku hjá bandaríska Ryder liðinu.

Hvernig segir maður golfgoðsögn að hans sé ekki æskt – hann megi ekki vera með?

Svo var raunin þegar taka átti mynd af Ryder bikars liði Bandaríkjanna – Sjálfum Tiger Woods var sagt að aðstoðarmenn hefðu ekkert að gera á hópmyndinni.

Ekki auðvelt fyrir ljósmyndarann sem þó bandaði Tiger frá og út úr myndinni algerlega.

Tiger hefir verið í 7 Ryder bikars liðum Bandaríkjanna, en er nú „bara“ varafyrirliði í Hazeltine.

Þannig að kannski er ekki furða að Tiger hafi „gleymt“ að hann sé ekki að spila nú að þessu sinni … en a.m.k. virtist sem hann hafi séð hlægilegu hliðina á öllu saman.

Sjá má myndskeið af öllu saman í frétt Irish Examiner eða með því að SMELLA HÉR: