Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 8. 2015 | 12:21

Tveir tryggir aðdáendur

Tiger Woods á tvo afar trygga aðdáendur og þeir komu honum á óvart með því að birtast óvænt á æfingahring hjá honum.

Reyndar eru aðdáendurnir þrír.

Þar er átt við börn Tiger og Elínar Nordegren, Sam og Charlie, en þau eru á Augusta National og ætla að vera kylfuberar pabba síns í par-3 mótinu í dag og horfa á hann á The Masters risamótinu.

Með Sam og Charlie var líka kærasta Tiger, Lindsey Vonn, skíðadrottning með meiru, svona til þess að sneisafylla krúttleikastuðulinn.

Sam, Lindsey og Charlie

Sam, Lindsey og Charlie

Kannski að Tiger takist að hala inn þann 15. með svona sterkt stuðningslið í kringum sig?

A.m.k. telja golffréttamenn að Tiger hungri mjög í risatitil og að sögn er hann búinn að leggja afar hart að sér!