Tönn slegin úr Tiger
Tiger Woods getur bætt við enn einni ástæðu hvers vegna honum er í nöp við ljósmyndara – einn þeirra kostaði hann tönn …. í orðsins fyllstu.
Tiger kom kærustu sinni, Lindsey Vonn á óvart þegar hann birtist öllum að óvörum í ítölsku Ölpunum þar sem Lindsey er við keppni að reyna við 63. heimmeistaratitil sinn.
Það var hins vegar Tiger sem dró að sér alla athyglina þegar ljósmyndari einn sem tróðst fram til að mynda Lindsey, sló ljósmyndavél sinni í munn Tiger með þeim afleiðinum að hann missti tönn.
„Í þvögu ljósmyndara við sviðið á heimsmeistaraverðlaunapallinum á Ítalíu þá var ljósmyndari með myndavél sína um öxlina og hann var að troðast upp að sviðinu en sneri sér við og sló við það Tiger Woods á munnin,“ sagði Mark Steinberg í tölvupósti til Excel Sports.
„Tönn Tiger spýttist út í þessu slysi.“
Tiger hafði verið með trefil sem var með beinagreindarmynstri yfir lægri parti andlits síns, sólgleraugu og húfu.
Myndin var tekin þegar trefillinn var fjarlægður.
Steinberg lét ekkert uppi hvenær Tiger myndi geta farið til tannlæknis til að festa tönnina.
Tiger snýr aftur til keppni í næstu viku á Phoenix Open og bros hans mun eflaust valda miklum ljósmyndablossum þar á blaðamannafundi.
Tiger á langa harmasögu að segja um myndavélar ljósmyndara, sem smella af á óhentugustu tímum í miðri sveiflu hjá honum.
Eitt frægt dæmi er í Skins Game 2002 þegar ljósmyndari smellti af þegar Tiger var í þann veginn að slá úr sandglompu á lokaholunni. Fyrrum kylfuberi Tiger, Steve Williams, tók vélina af ljósmyndarnaum og setti hana í vatnshindrun sem var þarna nálægt.
Í annað skipti var Tiger í þann veginn að ná fyrsta skollalausa móti sínu á heimsmóti á Írlandi, þegar myndavélasmellur eyðilagði einbeitingu hans í teighöggi
Hann fékk skolla en vann samt mótið.
Til þess að sjá myndskeið af Tiger á skíðasvæðinu í Ítalíu þar sem tannútslátturinn átti sér stað SMELLIÐ HÉR:
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024
