Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 19. 2014 | 12:00

Tiger ekki ánægður með platviðtal Golf Digest við sig – Myndskeið

Golf Digest,  nánar tiltekið Dan Jenkins, golffréttaritari, bjó til viðtal við Tiger Woods – þar sem hann var spurður allskyns spurninga m.a. um það hversu lélegur hann væri að láta menn sem aðstoðuðu hann fá þjórfé (tips) auk valinna spurninga um framhjáhald hans.

Tiger voru lögð orð í munn (til þess væntanlega að gera viðtalið skemmtilegra og) til þess að leggja áherslu á hversu mikið plat og grín allt saman væri.

Viðtalið var uppspuni frá upphafi til enda, enda kom það fram í fyrirsögn greinarinna; þetta var platviðtal og mönnum gert ljóst að Tiger hefði hvergi komið þar nærri.

Viðbrögð Tiger voru hins vegar hörð og gaf hann m.a. út fréttatilkynningu þar sem hann sagði m.a. að hann teldi sig knúinn til þess að svara þessari mjög svo meiðandi grein og láta í ljós óánægju sína með hana.

Margir hafa orðið til þess að gagnrýna viðbrögð Tiger og má hér sjá eina slíka grein, þar sem beinlínis segir í forsögn að viðbrögð Tiger við platviðtalinu séu ömurleg viðbrögð hrokafulls billjónamærings sem sé fullur af sjálfsvorkunn  – Sjá með því að SMELLA HÉR:   Hmmm, já einmitt það …. Gleðileg jól!!!

Hér má sjá myndskeið af frétt MSNBC af öllu saman SMELLIÐ HÉR: