Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 13. 2015 | 10:00

Fötluð systir Jordan Spieth – Ellie – veitir honum innblástur – Myndskeið

Lífið hefir ekki alltaf verið dans á rósum fyrir nýbakaðan Masters meistara Jordan Spieth

Hann á fatlaða yngri systur, Ellie sem þjáist af taugasjúkdómi og er auk þess að mörkum þess að vera einhverf.

Ellie og Jordan

Ellie og Jordan

Hann ver hluta af þeim fjármunum, sem hann vinnur sér inn á PGA Tour til góðgerðarstofnunar sinnar, sem styrkir: 1) aðallega ungmenni, sem glíma við fatlanir eins og systir hans, 2) fjölskyldur hermanna og  3) uppbyggingu á unglingagolfi.

Spieth er einn af þeim sem gefur til baka.  En Ellie er sú sem að sögn Jordan heldur honum á jörðinni og veitir honum innblástur – og hann segist finna til með systur sinni og félögum hennar þegar hann sér það sem þau þurfa að ganga í gegnum.

Spieth er hins vegar ekki eini þekkti, ungi, kylfingurinn sem á fatlað systkini – Carly Booth , sem spilar á LET, á fatlaðan bróður.

Fatlaður bróðir Carly lengst til vinstri á mynd

Fatlaður bróðir Carly lengst til vinstri á mynd en Carly Booth í appelsínugulu, fyrir miðju myndar

Að mörgu leyti er Ellie sú sem hefir gert Jordan Spieth að þeim karakter, sem hann er í dag. Hann tekur t.a.m. engu sem sjálfgefnu.

Til að sjá myndskeið þar um SMELLIÐ HÉR: