Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 18. 2015 | 10:00

Spurningar vakna um öryggi kylfubera eftir atvik á Pebble Beach

Átjánda brautin á Pebble Beach er nokkuð sérstök eins og þeir vita sem hafa verið svo heppnir að spila völlinn.

Eins og sjá má á Kevin Na, sem tók þátt í AT&T Pebble Beach National Pro Am.

Bolti hans fór í kletta endurkastaðist af þeim og á ströndina. Na fann aldrei bolta sinn en gerði samt tilraun til þess vegna þess að ströndin þarna er hindrun og boltinn ekki utan vallar skv. staðarreglum.

Á slá bolta sínum þangað veitir kylfingum færi á að finna bolta sinn vítislaust.

Ekki fór eins vel hjá kylfusveini Matt Bettencourt, en það er mágur Matt,  Brian Rush.  Hann rann til og datt þegar hann var að reyna að koma sér af klettunum sem þarna eru og á ströndina.  Hann datt á höfuðið, fékk heilahristing, braut öxlina á sér og fékk varnaráverka á hendur og handleggi þegar hann var að bera fyrir sig hendurnar í fallinu.

Þetta sýnir bara hversu störf kylfusveina og bera geta verið erfið og kostað þá líf og heilsu stundum!  Er íþróttin þess virði eða væri ekki bara einfaldara að breyta reglum þarna?