Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 7. 2017 | 08:00

Solheim Cup 2017: Creamer í rusli yfir að hafa ekki verið valin í bandaríska liðið

Paula Creamer var ekki valin í bandaríska Solheim Cup liðið, í fyrsta sinn á ferli sínum og fyrirliði bandaríska liðsins, Juli Inkster, segir að hún (Creamer) sé algerlega í rusli yfir því.

Juli gekk ekki aðeins framhjá Creamer heldur einnig  Morgan Pressel og Angelu Stanford, en þessar þrjár hafa myndað kjarnann í bandaríska Solheim Cup liðinu sl. 12 ár.

Þessar þrjár hafa á milli sín unnið 17 titla á LPGA, þ.á.m. 2 risamót og 33 punkta í Solheim Cup.

Í staðin valdi Inkster nýliðann á LPGA, Angel Yin og kylfing sem hefir 5 ára reynslu á LPGA, Austin Ernst.

Paula var æst,“ sagði Inkster.

Ég myndi vera í uppnámi líka, en ég skýrði út fyrir henni af hverju ég valdi þessar tvær. Hún skildi það. Hún hefir ekki spilað nógu vel s.l. eitt og hálft – tvö ár. Þannig að val hennar var undir mér komið. Ég virði Paulu mjög, hana sjálfa og leik hennar og trúið mér hún á eftir að vera í mörgum öðrum Solheim Cup mótum.“

Stig Creamer í Solheim Cup eru  14-8-5  í þau 6 skipti sem hún hefir tekið þátt og það er 17.5 stigum meira en nokkur annar bandarískur leikmaður hefir, annar en Inkster og Kerr.

Ég kem með tvo nýliða í liðið, en vitið þið, þær verða að fá að spila einhvern tímann,“ bætti Inkster við. „Ég hef mikla trú á þeim.“

Solheim Cup nálgast, fer fram 18.-20. ágúst í Des Moines Golf and Country Club.

Bandaríska liðið vann Solheim Cup eftirminnilega árið 2015, eftir að stúlkurnar í bandaríska liðinu höfðu verið undir og sigur blasti við þeim evrópsku; en Suzann Pettersen, var með reglukerlingarstæla við nýliða í bandaríska liðinu, Alison Lee, sem vakti reiði alls bandaríska liðsins og endaði með því að þær unnu 14.5-13.5.

Af þeim 14 skiptum sem Solheim Cup hefir farið fram hefir bandaríska liðið sigrað 9 sinnum en það evrópska 5 sinnum.

Að þessu sinni er leikið á bandarískri grund og hafa þær bandarísku megnið af áhorfendum með sér.

Hér að neðan má sjá liðskipan bandaríska og evrópsku Solheim Cup liðanna 2017:

Bandaríska liðið: Lexi Thompson, Stacy Lewis, Gerina Piller, Cristie Kerr, Jessica Korda, Danielle Kang, Michelle Wie, Brittany Lang, Brittany Lincicome, Lizette Salas, Austin Ernst (val liðsstjóra) og Angel Yin (val liðsstjóra)

Evrópska liðið: Carlota Ciganda, Jodi Ewart Shadoff, Georgia Hall, Charley Hull, Karine Icher, Florentyna Parker, Suzann Pettersen, Mel Reid, Anna Nordqvist (val liðsstjóra), Caroline Masson (val liðsstjóra), Emily Kristine Pedersen (val liðsstjóra), Madelene Sagström (val liðsstjóra).