Gísli Sveinbergsson, GK. Mynd: Golf 1
Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 25. 2015 | 07:00

Sjáið Gísla Sveinbergs í myndskeiði með Rory á Sage Valley!!! Gísli T-27 e. 2. dag

Nr. 1 á heimslistanum Rory McIlroy heimsótti þátttakendur á Sage Valley Junior Invitational, þ.á.m. Gísla Sveinbergsson úr Golfklúbbnum Keili í Hafnarfirði, sem þátt tekur í mótinu.

Heimsóknin var hluti Nike kynningar sem fram fór á mótinu og eins brá nr. 1 á léttari strengi og fór m.a. í sjómann við einn unglinginn sem þátt tekur í mótinu, Brad Dalke og tapaði fyrir honum. Sjá með því að SMELLA HÉR: 

Rory og Dalke

Rory og Brad Dalke

Við þetta tilefni (heimsókn Rory á Sage Valley) var smá viðtal tekið við Rory og það fest á myndskeiði.

Í myndskeiðinu má m.a. sjá Gísla Sveinbergs, GK, sem einmitt tekur þátt í mótinu í Sage Valley (3:37)

Sjá myndskeiðið af Rory og Gísla með því að SMELLA HÉR: 

Af Gísla er það annars að frétta að eftir 2 leikna hringi er hann T-27 (bætti sig um 4 sæti frá því 1. daginn) af 53 keppendum þ.e. er fyrir miðju mótsins. Hann er búinn að spila á samtals 6 yfir pari (77 73). Hinn glæsilegi Sage Valley völlur er par-72.

Sjá stöðuna í Sage Valley Junior Inv. e. 2. dag með því að SMELLA HÉR: