Sænskur kylfingur fær 1 árs bann „fyrir að vera of mikið að flýta sér“
Skv. frétt á TT News Agency þá fær sænskur kylfingur 1 árs golfbann. Ástæðan?
Hann var „of mikið að flýta sér“ í Texas Scramble.
Brot sitt framdi óþolinmóði maðurinn, sem lá svona mikið á, þegar hann sló bolta sínum á holl sem var fyrir framan hann.
Boltinn fór í hendi á öðrum kylfingi í hollinu fyrir framan og sá varð að vera 7 vikur frá golfleik vegna meiðsla á hendi.
Sá brotlegi áfrýjaði vegna þess að hann sagði að hollið fyrir framan hefði verið farið af flöt þegar hann sló en sænska golfsambandið stóð fast við úrskurð sinn.
Skv. banninu má kylfingurinn ekki spila á neinum golfvelli í Svíþjóð í 12 mánuði.
Þetta er e.t.v. strangur dómur en þörf áminning um að það er betra að fara varlega á golfvelli og betra að vera þolinmóður og umburðalyndur.
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024
