Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 16. 2015 | 20:30

Sænskur kylfingur fær 1 árs bann „fyrir að vera of mikið að flýta sér“

Skv. frétt á TT News Agency þá fær sænskur kylfingur 1 árs golfbann. Ástæðan?

Hann var „of mikið að flýta sér“ í Texas Scramble.

Brot sitt framdi óþolinmóði maðurinn, sem lá svona mikið á, þegar hann sló bolta sínum á holl sem var fyrir framan hann.

Boltinn fór í hendi á öðrum kylfingi í hollinu fyrir framan og sá varð að vera 7 vikur frá golfleik vegna meiðsla á hendi.

Sá brotlegi áfrýjaði vegna þess að hann sagði að hollið fyrir framan hefði verið farið af flöt þegar hann sló en sænska golfsambandið stóð fast við úrskurð sinn.

Skv. banninu má kylfingurinn ekki spila á neinum golfvelli í Svíþjóð í 12 mánuði.

Þetta er e.t.v. strangur dómur en þörf áminning um að það er betra að fara varlega á golfvelli og betra að vera þolinmóður og umburðalyndur.