Ryder Cup 2014: Óánægja með Watson
Nú er ekki lengur neitt leyndarmál að Tom Watson var ekki vinsæll meðal leikmanna sinna.
Hann átti ekki í góðum samskiptum við þá né talaði hann vel við þá.
Watson hvatti lið sitt ekki áfram um það sem ölllu skipti … sigur.
Og skv. ESPN.com náði hann ekki að mótívera liðið.
Skv. grein ESPN á Watson að hafa gert grín að nokkrum leikmanna í evrópska liðinu og virt að vettugi gjöf sem leikmenn í hans liði gáfu honum. Auk þess gagnrýndi hann liðsmenn Bandaríkjanna harðlega fyrir lélega frammistöðu á liðsfundi á laugardeginum.
Gagnrýnina setti Watson fram fyrir framan herbergi fullt af leikmönnum, kaddýum, eiginkonum og kærustum liðsmanna og bandarískum starfsmönnum í Ryder keppninni. Meira en 40 manns voru viðstaddir, skv. ESPN þegar Watson virti að engu eftirlíkingu af Ryder bikarnum sem liðsmenn hans færðu honum að gjöf og höfðu áritað handa honum.
Watson sagði leikmönnum sínum að gjöfin hefði enga þýðingu fyrir hann ef liðið myndi ekki ná tökum á sjálfu sér og færa honum alvöru bikarinn.
„Það var sjokkerandi hvernig hann tók á móti þessari hugulsömu gjöf,“ sagði einn af 4 heimildarmönnum ESPN, sem viðstaddir voru.
Watson byrjaði fundinn með því að segja að liðið væri ömurlegt í fjórmenningi (foursomes) sagði heimildarmaður, þar sem Bandaríkin unnu ekki heilt stig.
En hluti fundarins snerist um Phil Mickelson, sem síðar á blaðamannafundi eftir tapið sagði að Bandaríkin hefðu „fjarlægst sigurformúluna.“
Mickelson hefir verið gagnrýndur fyrir að tala um Watson og aðferðir hans. Hafa sumir sagt að Lefty (Phil Mickelson) hefði ekki átt að „viðra óhreinan þvott liðsins“ á sunnudags blaðamannafundinum með því að vísa til „sigurformúlunnar“ sem Paul Azinger notaði 2008.
Mickelson lét einnig í ljós og ekki mjög svo nærgætinn hátt að forystustíll Watson fylgdi ekki opinni stefnu (ens.: „open-door policy). Aðspurður á sunnudeginum hvort einhver af liðsmönnum hefði tekið þátt í ákvörðunum Watson sagði Mickelson: „Nei, enginn átti þátt í neinum ákvörðunum.“
Skv. ýmsum heimildum Golf Channel.com reyndi Mickelson að blása mönnum í brjóst von fyrir tvimenningsleiki sunnudagsins.
Eftir að Watson hafði komið sér upp á kant við flestalla liðsmenn með gamaldags aðferðum sínum, gerði Mickelson það sem foringjar gera.
„Phil kallaði á sérhvern leikmann með nafni og gaf þeim öllum ástæður af hverju honum þykir vænt um þá og af hverju þeir séu hluti liðsins,“ sagði heimildarmaður sem var í liðsherberginu við GolfChannel.com. „Þetta er munurinn á að vera í forystuhlutverki með gulrót annars vegar og reyrvöndinn hins vegar.“
En lokatilraun Bandaríkjamannanna á sunnudeginum var eiginlega kæfð í fæðingu með sigri Rory og GMac, sem var reiðarslag fyrir Bandaríkjamenn og annað fylgdi í kjölfarið síðar með mati Phil á núverandi bandarísku Ryder bikars ferlinu.
En Watson virðist hafa valdið óánægju fleiri en bara Lefty, reyndar sagðist Lefty bara vonast til að bandaríska liðið tapaði ekki öðrum Ryder bikar 2016.
„Hann (Phil Mickelson) var svo sannarlega fyrirliðinn í liðinu. Hann sagði það sem þurfti að segja á diplómatískan hátt,“ sagði einn heimildarmaður.
Kannski líkaði mörgum ekki hvernig Mickelson setti fram skilaboðin, en það er ekki nokkur vafi á hvers hann ætlaðist fyrir með því.
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024
