Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 20. 2015 | 18:00

Rory og Caroline hafa svo sannarlega skilið skiptum – ný sambönd

Svo virðist sem Rory McIlory og Caroline Wozniacki hafi svo sannarlega skilið skiptum og hafið ný sambönd.

Caroline hefir sést mikið að undanförnu með ruðningsboltakappanum og leikmanni ársins hjá NFL JJ Watt.

JJ Watt

„Ísskápurinn“ JJ Watt er enginn smásmíð og gjörólíkur Rory í líkamsvexti

Rory hefir á hinn bóginn notið frjálsræðis síns með ýmsum konum.  Sú saga sem virðist hvað lífseigust er að hann eigi í sambandi við starfsmann PGA Tour, Ericu Stoll. Hún á að hafa vakið Rory og komið honum á völlinn þegar hann var við að missa af rástíma sínum árið 2012 í Kraftaverkinu í Medinah.

Rory og Erica hafa sést mikið saman ef marka má grein í Belfast Telegraph SMELLIÐ HÉR: 

1-a-erica-stoll-1-518