Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 23. 2014 | 09:15

Rory með nýja kærustu?

Sigurvegari Opna breska, Rory McIlroy, var með nýja dömu upp á arminn í gær, en hann og írska módelið Sasha Gale eru í breskum slúðurblöðum sögð hafa verið að deita sl. 5 vikur. Vangaveltur voru uppi um hvort nýja konan í lífi Rory væri undirfatamódelið Nadia Forde, en bæði hafa borið það tilbaka.

Rory og Sasha Gale sáust á innkaupaferð í Belfast í gær, þar sem þau borðuðu m.a. saman líka.

Sasha, sem er módel og fyrrum flugfreyja hjá British Airways var í hvítri blússu og kremlituðu pilsi með £200 Armani handtösku, þegar ljósmyndarar tóku mynd af parinu þar sem þau gengu að bíl Rory.

Sasha Gale meðan hún starfaði hjá BA

Sasha Gale meðan hún starfaði hjá BA

Sasha er þekkt fyrir að vera með báðar fætur á jörðinni og með góðan húmor.

Vinur Rory sagði Söshu sjálfstæða en það væri nokkuð sem vinur hans þ.e Rory kynni að meta.

Náinn vinur Rory sagði að Sasha og Rory væru ekki par. „Hann vill ekki vera með neinni annarri í einhvern tíma, en hann er svo sannarlega að líta í kringum sig.”

„Hann er ungur og hefir tímann fyrir sér að finna réttan lífsförunaut, hann er ekkert að flýta sér en það þýðir ekki að hann þurfi að lífa neinu munkalífi.”

Sasha

Sasha

Um Söshu sagði sami vinur Rory: „Sasha er reglulega góð stelpa og mjög vinsæl. Hún er glöð og skemmtileg og hefir þekkt Rory í nokkuð langan tíma og þekkir eiginkonuefni besta vinar hans, Harry Dimond, þ.e.  Katie Larmour.

„Þau eru að fara að giftast (þ.e. Harry og Katie) og Rory verður svaramaður og maður (þ.e. vinur Rory) veltir fyrir sér hvort Sasha verði ekki deitið hans í brúðkaupinu.  Þau eru ansi svöl bæði og hún hefir engan áhuga á peningunum hans því hún er býsna vel stæð sjálf. Rory líkar að vera með fólki sem hann hefir þekkt lengi vegna þess að það eru svo margir að hengja sig á hann núna í augnablikinu.  Sasha myndi ekki teljast til þess hóps.  Hún er laus og liðug og það er Rory líka, þannig að ef þau eru að deita er það frábært.”

Sasha er 23 ára og starfaði sem flugfreyja fyrir British Airways og Mini, en er nú starfandi sem yfirmaður á bílaleigunni SEAT.

Í frítíma sínum starfar hún fyrir Miss Campbell sen módel og kemur fram í PR athöfnum og á tískusýningum og er talin ábyrg og mjög sjálfsörugg.

Sasha nýja konan í lífi Rory?

Sasha nýja konan í lífi Rory?

Sasha flutti frá Cheltenham og býr nú á Norður-Íralndi og umgengst þar „fólk-í-fréttum hóp“ ungra Norður-Íra, sem Rory telst hluti af.

Í gær var Rory líka í heimsókn hjá forsætis- og varaforsætisráðherra Norður-Íra;  Peter Robinson og Martin McGuinness, sem óskuðu honum til hamingju með sigurinn.

Hann var ekki með Claret Jug með sér til ráðherranna, þar sem hann djókaði með að hreinsa þyrfti bikarinn eftir allan Jägermeisterinn sem drukkinn var úr honum.

Á mánudags kvöldið var Rory nefnilega í Ollie´s klúbbnum í Belfast að halda upp á sigurinn á Opna breska með vinum sínum.

Sunnudagskvöldið sjálft eftir sigurinn var Rory með fjölskyldu sinni.