Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 4. 2015 | 09:00

Ráðgátan um dularfulla pakkann frá Rory til Louisville Kentucky leyst

Menn á póststofunni í Louisville, Kentucky veltu mikið fyrir sér pakka frá Rory McIlroy, sem sendur var 8. desember 2014 frá Írlandi.

Í pakkanum voru árituð PGA Championship og Opna breska flögg, der og aðrar golftengdar vörur.

Menn trúðu ekki almennilega að sendandinn væri nr. 1 á heimslistanum, þannig að pakkinn var opnaður.

En þetta var í raun Rory sem var að senda munina.

Viðtakandinn voru skrifstofur  WHAS – Crusade for Children, en það eru samtök sem stofnuð voru 1954 til þess að hjálpa börnum með sérstakar þarfir.

WHAS 11 er ABC sjónvarpsstöðin í Louisville.

Munirnir sem McIlroy sendi munu verða boðnir upp til styrktar WHAS Crusade for Children.

Sá sem fékk hugmyndina um að Rory áritaði munina var ritstjóri WHAS 11, Joe Federle, sem fór fyrst í Valhalla Golf Club Pro Shop og keypti óárituðu golfmunina.

Síðan sendi hann Rory munina og Rory áritaði þá og endursendi samviskusamlega.  Frábært framtak hjá Rory!

WHAS - Crusade for Children surprised by Rory McIlroy's support.