Skrautfuglinn Ian Poulter
Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 22. 2015 | 12:00

Poulter svarar fyrir sig

Golf 1 birti í gær link á grein Daily Mail, þar sem Jordan Spieth er hrósað og að sama skapi gert lítið úr Ian Poulter, Henrik Stenson og Sergio Garcia, fyrir að ætla ekki að taka þátt í BMW PGA Championship sem er flagg- skipsmót Evrópumótaraðarinnar, haldið á Wentworth, nú í ár 21. maí n.k.  Verðlaunafé er með því hærra á Evrópumótaröðinni eða €5 milljónir.

Um gagnrýninga sagði Poulter: „Ég hef tekið þátt 13 sinnum á Wentworth og aðeins 1 sinni veirð meðal efstu 10.  Ég hef 8 sinnum ekki komist í gegnum niðurskurð.  Myndi Usain Bolt keppa í maraþoni? Ég held ekki… nóg um þetta.“

Þetta er einfalt. Ég hef fengið 19.11 stig á heimslistanum úr 832. sætinu á sl. 13 árum (fyrir þátttöku á Wentworth) & 29,5 stig fyrir T-3 árangur á Opna breska 2012.“

En hvað sem öðru líður verð ég með á @WoburnGC á British Masters í október. Þannig að ég spila í 2 mótum í Englandi…

Að síðustu bætti Poulter við: „OK, ég hef lesið nóg af vitleysu í dag og sumir gætu sagt sem svo að ég hefði líka skrifað vitlesysislega. Get ekki gert öllum til hæfis. Bissness er bissness.“