Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 23. 2017 | 08:00

Poulter missir kortið sitt á PGA

Það var ekki aðeins að Ian Poulter hafi ekki komist í gegnum niðurskurð á Valero Texas Open, heldur missti hann einnig af endurnýjun PGA Tour kortsins síns og spilar hann því ekki á PGA Tour mótaröðinni, það sem eftir er keppnistímabilsins.

Poulter spilaði á samtals 2 yfir pari (75 71) en niðurskurður var miðaður við slétt par og betur.

Poulter hefði ekki aðeins þurft að komast í gegnum niðurskurð heldur vinna sér inn a.m.k. $30,624 í verðlaunafé til að halda kortinu.

Málið er að Poulter hefir verið að spila á veikinda undanþágu á PGA Tour vegna gigtar sem hrjáði hann í hægri fæti, en vegna þessa tók hann sér veikindafrí frá mótaröðinni í fyrra; frá því seint í maí í fyrra og til miðs októbers, eða í u.þ.b. 20 vikur.

Undanþágan rann út í Valero Texas Open mótinu og Poulter þar að auki ekki með nægilegt vinningsfé til þess að halda kortinu sínu!