Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 4. 2016 | 14:00

Poulter frá keppni í 4 mánuði vegna fótarmeiðsla

Ian Poulter mun ekki keppa næstu 4 mánuði vegna meiðsla í fæti.

Þetta eru hræðilegar fréttir á Ryder Cup ári eins og í ár.

Poulter hefir glímt við gigt í liðamótum hægri fótar í meira en 2 ár og það er komið að þeim punkti að það er orðið allt of sársaukafullt fyrir hann að ganga, hvað þá að vera á æfingum.

Poulter komst ekki í gegnum niðurskurð í tveimur s.l. mótum á PGA Tour í Texas og er fallin niður í 85. sætið á heimslistanum, sem er lægsta staða hans þar frá árinu 2003.

Auk þess hefir Poulter, 40 ára,  ekki sigrað á móti frá því á HSBC Champions árið 2012.

Ég er augljóslega vonsvikinn að vera í þessari stöðu sérstaklega á Ryder Cup ári,“ sagði Poulter. „En í augnablikinu er það bara hvíld og endurhæfing ...“