Platviðtal Golf Digest og svar Tiger Woods
Dan Jenkins, 84 ára, golffréttamaður til á 6. tug ára á Golf Digest hefir aldrei á ferli sínum fengið einkaviðtal við Tiger Woods.
Hann tók því upp á því að skálda viðtal við goðsögnina þar sem hann lagði spurningar sínar fyrir goðið og svaraði jafnframt fyrir Tiger hönd s.s. hann taldi að viðtalið myndi þróast.
Viðtal sitt nefndi Jenkins: My (fake) interview with Tiger. Sjá viðtalið með því að SMELLA HÉR:
Tiger hefir brugðast ókvæða við, m.a. sagt að viðtalið sé árás á karakter sinn.
Meinlaust grín og/eða viðkvæmnisleg viðbrögð Tiger?
Tiger svaraði með grein í „The Players Tribune“ þar sem hann sagði m.a.:
„Sannleikurinn er sá að Jenkins hefir ekki hugmynd um hvað ég er að hugsa eða hvað mér finnst eins og hann þykist vita um og það er þess vegna sem hann verður að skálda upp hluti. Pirringur eða hefndartilfinngar vegna þess að ég hef ekki veitt honum viðtal gefur honum ekki leyfi á árás á mig sem íþróttamann, atvinnumann eða persónu. Ég tel bara að ritstjórar Golf Digest telji þetta góða aðferð til þess að selja fleiri tímarit.“
Ennfremur sagði Tiger:
„Hvort sem hér er um rangar upplýsingar eða skoðanir að ræða þá tel ég þær vera úr öllu samhengi, ég hef látið margt gott heita. En þetta sinn get ég ekki gert það. Andstyggilegheit þessarar árásar og myndir og hvernig hann setur mér röng orð í munn er bara nokkuð, sem varð að svara.“
Sjá má svar Tiger við grein Jenkins í heild með því að SMELLA HÉR:
Mark Steinberg, umboðsmaður Tiger, sagði að þetta væri aðeins liður í áralöngu ósætti Tiger og Dan Jenkins, en Jenkins hefir áður birt fremur ógeðfelldar greinar um Tiger og Tiger því aldrei viljað hitta hann. Hann hefir í bréfi til Golf Digest farið fram á formlega afsökunarbeiðni.
Gamall, virtur fréttahaukur eða ekki – það á enginn rétt á að hljóta viðtöl við þá, sem ekki kæra sig um að viðkomandi birti um þá viðtöl – og hefna sig síðan með háðssatýru.
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024
