Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 22. 2016 | 04:00

PGA: Kim sigraði á Wyndham

Það var Si-Woo Kim, frá Suður-Kóreu,  sem stóð uppi sem sigurvegari á Wyndham Championship, sem fram fór á Sedgefield í Greensboro, Norður-Karólínu.

Kim setti saman fjóra frábæra hringi undir 70 höggum; lék á samtals 21 undir pari, 259 höggum (68 60 64 67).

Kim átti síðan einnig 5 högg á næsta keppanda, Luke Donald, sem lék á samtals 16 undir pari … og reyndar gaman að sjá Donald aftur á toppi skortöflu!

Sjá má lokastöðuna á Wyndham Championship með því að SMELLA HÉR: 

Sjá má hápunkta lokahringsins á Wyndham Championship með því að SMELLA HÉR: