Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 14. 2014 | 14:30

PGA: Cameron Tringale og Jason Day sigruðu í Franklin Templeton Shoot Out

Það voru þeir Jason Day og Cameron Tringale, sem sigruðu á Franklin Templeton Shoot Out, með 1 höggi á næstu keppendur.

Day og Tringale voru á samtals 32 undir pari, þ.e. léku 1 höggi betur en þeir Harris English og Matt Kuchar sem voru á samtals 31 undir pari og höfnuðu í 2. sæti.

Fyrir sigurinn hlutu Day og Tringale $ 385.000,- hvor.  English og Kuchar þurfa ekkert að gráta í koddann sinn en þeir hlutu $ 242.500, hvor.

Þess mætti geta að Jason Day er fyrsti sigurvegarinn utan Bandaríkjanna til að sigra í mótinu.

Sjá má úrslitin í Frank Templeton Shoot Out 2014 með því að SMELLA HÉR: