Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 3. 2016 | 12:30

Ólafía Þórunn í viðtali á LPGA – Frábær landkynning!!!

Á vefsíðu LPGA er frábær grein rituð af Jennifer Meyer, þar sem hún ræðir við Ólafíu Þórunni Kristinsdóttur, atvinnukylfing úr GR, sem er að standa sig á alveg hreint magnaðan máta á lokaúrtökumóti LPGA.

Eftir 3. dag er Ólafía ein í 3. sæti en efstu 20 hljóta kortið sitt á LPGA og þar með ótakmarkaðan þátttökurétt á öllum mótum LPGA í 1 ár.

Meyer spurði Ólafíu m.a. um golf á Íslandi og má sjá af meðfylgjandi grein að Ólafía er að standa sig framúrskarandi ekki bara út á velli heldur í landkynningunni, líka.

Hægt er að sjá grein Meyer á ensku með því að SMELLA HÉR: 

Fyrir þá sem fremur kjósa að lesa greinina á okkar ilhýra þá fylgir hún hér í lauslegri þýðingu, en greinilegt er að viðtalið er tekið við Ólafíu eftir 2. hringinn.

Hér fer greinin:

Hver vissi að það væri spilað golf á Íslandi?
Olafia Kristinsdottir frá Reykjavik, Íslandi lék Jones völlinn á 6 undir pari, 66 höggum og er T-10 eftir 2. hring á lokaúrtökumóti LPGA og er í góðri stöðu til þess að ná markmiði sínu sem er að spila á LPGA mótaröðinni árið 2017.  
Kristinsdóttir spilaði í háskólagolfinu með Wake Forest University og eftir útskrift hefir hún verið að spila á Evrópumótaröð kvenna (ens.: Ladies European Tour (LET)).
„Það var draumur minn að gerast atinnumaður og ég sá nokkra af fyrrum liðsfélögum mínum frá háskólaárunum gerast atvinnumenn og þeim gekk vel þannig að ég taldi að ég gæti líka gert þetta,“ sagði Kristinsdóttir brosandi. En aðalmarkmið hennar er að „spila á LPGA, auðvitað.“ 
Íslenska stúlkan spilar fyrir áhangendur sem ferðuðust alla leið til þess að hvetja hana þegar hún náði að setja niður 7 fugla og skolla á hring sínum upp á 6 undir pari á 2. degi. 
„Þetta var frábær hringur. Ég var bara að slá hann nálægt og púttaði virkilega vel, þetta var bara mjög einfalt golf,“ sagði Kristinsdóttir. 
Eftir að hafa spilað báða vellina telur Kristinsdottir báða vellina henta leik sínum en henni fannst hún skora betur á Jones vellinum, en á littlu flötunum á Hills vellinum en „báðir eru góðir vellir og bjóða upp á góða áskorun.“ 
Þökk sé þéttri dagskrá á LET sem hefir veitt Kristinsdóttur fleiri tækifæri að spila meira á undanförnum vikum, þá segist hún ánægð með stig undirbúnings síns og er nú í góðri stöðu að vinna sér inn kortið sitt á LPGA. 
„Ég hef haft nægan tíma til að spila og keppa, þannig að ég hef æft vel.“ 
Margir hugsa til Íslands, sem lands sem sé ríkt af fallegu landslagi þar sem mikið sé af hverum, fossum, jöklum, eldfjöllum og svörtum sandströndum. Þar er frjósamur jarðvegur fyrir golfið, þar sem þar eru 65 golfvellir dreifðir um landið. Þá golftímabilið sé stutt þá býður íslenskt golf upp á einstök tækifæri, sérstaklega varðandi spil undir miðnætursólinni. En stutt tímabilið sem hægt er að spila er engin hindrun fyrir Kristinsdóttur.  
„Við getum spilað golf kannski frá maí til september og svo 24 tíma á sumrin í dagsljósi þannig að við getum virkilega náð forskoti á sumrin,“ sagði Kristinsdóttir. „Og svo höfum við frábæra inniaðstöðu sem við getum líka vel nýtt okkur. Það er ansi erfitt stundum í aðstæðum þar sem kannski er hvasst og rigning og vellirnir eru ekki eins góðir og þessir, en kannski eru þeir upp á sitt besta í ágúst.