Nýliði á LET – Daniela Holmqvist – bitinn af svörtu ekkjunni í Ástralíu
Nú í kvöld kynnir Golf 1 síðasta nýliðann á LPGA í ár – þ.e. sigurvegara lokaúrtökumóts LPGA, Moriyu Jutuanugarn. Á morgun verður síðan farið af stað með kynningar á „Nýju stúlkunum á LET 2013″, þ.e. Evrópumótaraðar kvenna og eru margir mjög áhugaverðir kylfingar þar á meðal í ár.
Ein þeirra, sænska stúlkan Daníela Holmqvist, er nú þegar komin í fréttirnar, en ekki vegna framúrskarandi árangurs á golfvellinum, heldur vegna þess að hún var bitinn af svörtu ekkjunni, baneitraðri könguló, á úrtökumóti í Ástralíu.
Þeir sem geta lesið sænsku geta lesið góða frétt golf.se þar um með því að SMELLA HÉR:
Daníela var að spila á úrtökumóti fyrir ISPS Handa Australian Open, þegar henni fannst sem „hún hefði verið skorin með hníf“ í ökklann.
Svo kom í ljós að hún hafði verið bitin af svartri ekkju. Slík bit geta verið hættuleg og í sumum tilvikum dregið hinn bitna til dauða.
Í staðinn fyrir að bíða eftir bráðaliðum dró Holmqvist tí upp úr vasa sínum, risti upp staðinn þar sem hún hafði verið bitinn, og kreisti út eitrið, tæran vökva sem rann niður ökkla hennar.
„Þetta er ekki það mest best útlítandi sem ég hef gert „en ég varð bara að ná eins miklu af því (eitrinu) út og ég gat.“
Þegar það versta var afstaðið hefði Holmqvist átt að draga sig úr mótinu og fara á nálægan spítala í „tékk“ til þess að fullvissa sig um að allt væri í lagi.
En nei! … þessi sænska hörkustelpa hélt áfram að spila. Hún var elt af læknum það sem eftir var mótsins …. 14 holur, náði að halda sér uppréttri og spilaði á 74 höggum en komst því miður ekki í gegnum niðurskurð, sem þó hefði verið svo verðskuldað eftir alla hörkuna!
Eftir hringinn sagði Holmqvist við „Svensk Golf“ að sig „svimaði svolítið og hún væri örlítið þreytt“ og viðurkenndi að e.t.v. hefði hún átt að fara á spítala… en hún komst ekki þar sem hún varð að ná flugi tilbaka til Svíþjóðar.
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024

