Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 18. 2017 | 18:00

Nýju stúlkurnar á LPGA 2017: Stephanie Meadow (28/54)

Þann 30. nóvember – 4. desember 2016 fór fram 3. stigs mót LPGA, lokaúrtökumót um hverjar 20 myndu hljóta fullan keppnisrétt á LPGA keppnistímabilið 2016-2017 og hvaða keppendur hlytu takmarkaðan keppnisrétt þ.e. þær sem voru í sætum 21-45 og þær sem jafnar voru í 45. sætinu eða T-45.

155 þátttakendur voru að þessu sinni.

Nú hafa 26 stúlkur verið kynntar sem rétt sluppu inn á LPGA og eru með takmarkaðan keppnisrétt 2017.

Nú næst verða þær tvær kynntar sem deildu 27. sætinu en það eru Stephanie Meadow og Emily Pedersen.  Emily var kynnt í gær og í dag er komið að Stephanie Meadow.

Stephanie Meadow fæddist 20. janúar 1992 og er því 24 ára. Hún er frá Norður-Írlandi (eins og aðrir frægir kylfingar 🙂 ). Hún spilaði fyrir University of Alabama í bandaríska háskólagolfinu og sté sín fyrstu skref í golfatvinnumennskunni á risamóti þ.e. árið 2014 á U.S. Women’s Open í Pinehurst, þar sem hún náði 3. sætinu!

Sjá má afrek Meadow í bandaríska háskólagolfinu með því að SMELLA HÉR: 

Stephanie útskrifaðist úr háskóla 2014 með gráðu í endurskoðun.

Árið 2015 fékk Stephanie keppnisrétt í 2. deild bandarísks kvennagolfs, Symetra mótaröðinni og hefir spilað þar síðan. Það ár 2015 hlaut Stephanie Meadow líkaHeather Farr Player Award.

Hún tók þátt í Olympíuleikunum f.h. Írlands 2016.

Nú er Meadow komin með takmarkaðan spilarétt á LPGA keppnistímabilið 2017.