Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 11. 2015 | 14:00

Nýju stúlkurnar á LPGA 2015: Celine Herbin (9/45)

Það voru 8 stúlkur sem deildu 35.-42. sætinu á lokaúrtökumóti LPGA, sem fram fór 3.-7. desember 2014.

Lokaúrtökumótið fór fram á Hill og Jones golfvöllunum á  LPGA International, á Daytona Beach, í Flórída.

Ein þessara 8 var franska stúlkan Celine Herbin .

Celine Herbin er dóttir Michel og Claudine Herbin . Hún fæddist 30. október 1982 í Avranches, Frakklandi, og er því 32 ára.

Herbin byrjaði að spila golf 15 og 1/2 árs sem er fremur seint af atvinnukylfingi að vera í dag.

Herbin segir að þeir sem mest áhrif hafi haft á feril hennar sé þjálfari hennar, en þjálfun hennar var slík að hún komst inn á bestu kvenmótaröð heims í 1. tilraun.  Nýliðaár hennar á LPGA er nú í ár 2015.

Herbin var 1 ár við nám í Bucknell University sem skiptinemi og spilaði það ár með háskólaliðinu í bandaríska háskólagolfinu.

Árið 2004 sigraði hún sem áhugamaður á Georgetown Invitational.  Árið 2012 gerðist Herbin atvinnumaður.

Á árunum 2012-2014 var Herbin á Evrópumótaröð kvenna