Katie Burnett Nýju stúlkurnar á LET 2013: Katie Burnett – (34. grein af 43)
Það voru 42 stúlkur sem hlutu kortin sín á LET, þ.e. Evrópumótaröð kvenna á lokaúrtökumóti Q-school LET, m.ö.o. Lalla Aicha Tour School 2013, sem fram fór í Amelkis golfklúbbnum og Al Maaden golfstaðnum í Marrakech, Marokkó, dagana 13.-17. desember s.l. Þar af hlutu 30 efstu eða þær sem jafnar voru í 30. sætinu fullan keppnisrétt og nokkuð fleiri takmarkaðri spilarétt. Golf 1 tók þær stefnu að kynna líka hluta þeirra sem hlutu takmarkaðri spilarétt þ.e. stúlkurnar sem urðu jafnar í 31. sæti og voru 1 höggi frá því að hljóta fullan keppnisrétt og þær sem voru 3 höggum frá því og deildu 36. sætinu. Þær hafa allar verið kynntar ásamt kanadíska frægðarhallarkylfingnum Lori Kane, sem spilar á LET á undanþágu.
Auk þess hafa allar stúlkur verið kynntar, sem höfnuðu í sætum 10-30 í Lalla Aicha Tour School 2013. Hér verða nú kynntar tvær stúlkur sem urðu í 9. sæti: Katie Burnett og Charlotte Ellis og byrjað á Katie.
Fullt nafn: Katie Burnett
Ríkisfang: bandarísk
![]() |
Fæðingardagur: 16. október 1989 (23 ára).
Fæðingarstaður: Brunswick, Georgíu, Bandaríkjunum.
Burnett er félagi í: Sea Island golfklúbbnum.
Hún gerðist atvinnumaður: 25. júní 2012.
Hæð: 1,65 m.
Hárlitur: Brúnn.
Augnlitur: Blár.
Byrjaði að spila golf: 12. maí 1995.
Mestu áhrifavaldarnir í golfinu: afi, amma og bróðir minn. Ég byrjaði að spila golf 6 ára og bróðir minn 7 ára. Fyrstu golfkennararnir voru Wade Carruth og Bubba Clark. Wade Carruth átti fyrsta golfvöllinn sem ég spilaði á, sem var par-3 golfvöllur og á einnig Coastal Pines golfvöllinn. Núverandi golfkennari minn sem ég hef verið hjá er Jared Zak, í Sea Island golfklúbbnum.
Áhugamál: Að ferðast, fara á ströndina, allar íþróttir og kvikmyndir.
Hápunktar áhugamannsferilsins: Komst í gegnum úrtökumót fyrir Opna bandaríska kvennamótið 2012. Burnett varð í 1. sæti á Women´s Eastern Amateur 2011, í 1. sæti á Women´s Western Amateur 2011, í 8. sæti á Georgia Women´s topp 60 listanum, 2011; hún varð í 1. sæti á Suncoast Champions Course og í 2. sæti 2011.
Menntun: Sálfræðigráða frá University of South Carolina, Columbia, SC
Hápunktar ferils sem atvinnumaður: tók þátt í Michigan Women´s Open 2012, varð í 1. sæti í Michigan PGA Credit Union Challenge 2012; varð í 14. sæti í Symetra Tour Daytona Beach Invitational, 2012; varð í 11. sæti á Symetra Tour. Tók þátt í Q-school LPGA I stiginu og varð í 7. sæti eftir að hafa orðið í 1. sæti á II. stiginu.
Staðan í Lalla Aicha Tour School 2013: T-9
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024

