Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 4. 2015 | 14:00

Nýju stúlkurnar á LET 2015: Emily Kristine Pedersen (31/34)

Þann 17.-21. desember 2014 fór fram lokaúrtökumót fyrir Evrópumótaröð kvenna í Samanah Al Maaden golfklúbbnum í Marokkó.

Nánar tiltekið 2015 Lalla Aicha Tour School Final Qualifying eins og mótið heitir á ensku.

Meðal þátttakenda á lokaúrtökumótinu í ár voru tveir íslenskir kvenkylfingar Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, GR og Valdís Þóra Jónsdóttir, GL, en þær komust því miður ekki í hóp þeirra sem hlutu keppnisrétt á LET 2015.

Golf 1 mun, eins og undanfarin ár kynna allar stúlkur sem hlutu keppnisrétt á Evrópumótaröð kvenna (ens. Ladies European Tour skammst. LET) í gegnum lokaúrtökumótið, en í þetta sinn voru þær 34.

Nú hafa allar stúlkur verið kynntar sem urðu í 5.-34. sætinu.

Næst verður kynnt Emily Kristine Pedersen frá Danmörku sem varð ein í 4. sætinu í Q-school.

Hún lék á samtals 10 undir pari, skorinu 350 höggum (74 71 69 71 65).

Emily Kristine Pedersen fæddist 7. mars 1996 í Kaupmannahöfn og á því 19 ára afmæli eftir nokkra daga.

Hún býr í Smørum í Danmörku.

Pedersen gerðist atvinnumaður fyrir rúmlega mánuði síðan 1. febrúar 2015 og er meðal þeirra yngstu sem komust í gegnum um Lalla Aicha úrtökumótið í Marokkó.

Emily Kristine Pedersen byrjaði í golfi aðeins 10 ára og er því aðeins búin að vera í golfi í tæp 9 ár.  Hún byrjaði eftir að henni var gefið klúbbsaðild að Smørum golfklúbbnum í afmælisgjöf.    Pedersen hefir ásamt vinkonu sinni Nönnu Koerstz Madsen sem sigraði í Marokkó, verið í i Smørum Golfklub síðan og hafa þær vinkonurnar bæði keppt og hvatt hvor aðra áfram.

Pedersen tók þátt í sínu fyrsta stelpumóti 12 ára og sama ár var hún komin í danska unglingalandsliðið í golfi.

Fyrsta stóra árangri sínum náði Pedersen 14 ára, í júní 2010 þegar hún varð Danmerkurmeistari í holukeppni og vann þá m.a. Daisy Nielsen.

Pedersen hefir frá árinu 2011 (þ.e. frá 15 ára aldri) tekið þátt í nokkrum mótum LET Access og Nordea Tour og besti árangur hennar í þeim mótum var 2. sætið á Kristianstad Åhus Ladies Open 17. maí á s.l. ári en mótið var hluti af LET Access mótaröðinni.

Nú er hins vegar langbesti árangur hennar að vera komin á LET í fyrstu tilraun, náði 4. sætinu!!!