Ragnheiður Jónsdóttir | október. 11. 2014 | 14:00

Nýju strákarnir á PGA Tour 2015: Zachary Blair (14/50)

Nú er brugðið aðeins út af röðinni því eiginlega væri sá 37. í röðinni nú yfir „nýju strákana“, sem hlutu kortin sín á PGA Tour keppnistímabilið 2014-2015 og sem Golf 1 er að kynna stuttlega.

Stokkið verður yfir í þann sem varð í 11. sæti, Zachary (Zac) Blair, því hann er sá af nýliðunum, sem virðist vera að slá í gegn snemma í ár, situr í 2. sæti á Frys.com Open mótinu, opnunarmóti keppnistímabilsins á PGA Tour.

Zac Blair fæddist 20. ágúst 1990 og er því nýorðinn 24 ára.

Hann spilaði golf í bandaríska háskólagolfinu, með liði Brigham Young University í Salt Lake City, Utah og útskrifaðist þaðan nú í vor með gráðu í skemmtunar/afþreyingastjórnun (recreational management).

Eftirfarandi upplýsingar má lesa um Zac Blair á vefsíðu PGA Tour:

Blair Zac var í  Fremont High School í Plain City, Utah.

Pabbi hans, James spilaði golf með golfliði BYU (Brighton Young University) 1974-1977 og spilafélagar hans voru PGA Tour leikmennirnir Mike Brannan, John Fought, Pat McGowan, Jim Nelford og Mike Reid. Hann (pabbi Zac) lék líka í 22 leikjum á PGA TOUR á árunum 1981 – 2002, þ.á.m. 13 árið 1984.

Fyrsta golf minning Zac var að draga fyrir pabba sinn.

Helsta skemmtun Zac fyrir utan golfið er að vera á skíðum í Park City, Utah.

Uppáhaldsgolfvöllur sem Zac hefir spilað er  Oakmont CC.

Uppáhaldslið Zac eru BYU og the New England Patriots.

Uppáhaldsíþróttamaður er Tom Brady, sem hann myndi gjarnan vilja skipta um hlutverk við til þess að spila „NFL leik“ í einn dag.

Uppáhaldssjónvarpsþættir Zac eru „Dexter“ og „Homeland,“ uppáhaldsbókin eru allar „Harry Potter“ bækurnar og uppáhaldskvikmyndir er „Forrest Gump“ og „Remember the Titans“

Uppáhaldsskemmtikraftur Zac er Eminem

Uppáhalds orlofsstaður Zac er norðurströnd Hawaii

Í draumaholli Zac myndu vera pabbi hans, Tiger og Brady

Aðspurður hvort hann gæti nefnt eitthvað sem flestallir vissu ekki um hann svaraði Zac að hann safnaði Lego kubbum.

Mottó  Zac er:  „Big-time players make big-time putts.“ (Stórir kylfingar setja niður stórfengleg pútt)

Ef spila ætti lag fyrir kylfinga þegar þegar ganga á 1. teig (t.d. eins og gert er fyrir boxara þegar þeir fara í hringinn) þá myndi lag Zac vera My First Song“ með Jay-Z

Twitterfang Zac Blair er: @z_blair.