Nýju strákarnir á PGA Tour 2014 (efstu 25 af peningalista Web.com): Ben Martin (24/25)
Efstu 25 af peningalista Web.com Tour 2013 hlutu kortin sín á PGA Tour, keppnistímabilið 2013-2014. Í dag verður kynntur sá, sem varð í 2. sæti, en það er Ben Martin.
Martin tók þátt í Web.com Tour Finals eins og öllum efstu 25, af peningalista Web.com Tour, stendur til boða á Web.com Tour Finals, um bætta stöðu en varð í 10. sæti þ.e. bætti árangur sinn ekki.
Ben Martin fæddist 26. ágúst 1987 í Greenwood, Suður-Karólínu og er því 26 ára. Hann útskrifaðist 2009 frá Clemson University með gráðu í fjármálafræði (ens. financial management) þar sem hann spilaði í 4 ár með golfliði háskólans. Martin gerðist atvinnumaður 2010.
Hann komst strax á PGA Tour í fyrstu tilraun í árslok 2010 þegar hann varð í 2. sæti í Q-school, líkt og nú. Á 2011 tímabilinu náði hann hins vegar aðeins að komast 12 sinnum í gegnum niðurskurð af 25 mótum og hélt ekki kortinu sínu þar sem hann vann sér ekki inn nægilega mikið verðlaunafé það ár. Martin spilaði því á Web.com Tour 2012 og 2013.
Á þessu ári, 2014 á PGA Tour er Martin búinn að vinna sér inn $1,396,091 á PGA mótaröðinni og er nr. 80 á heimslistanum. Besti árangur Ben Martin á PGA Tour eru þrír 3. sætis árangrar þ.e. á Puerto Rico Open; RBC Heritage og nú síðast á Quicken Loans National mótinu.
Martin segir hápunktana á golfferli sínum hafa verið að hafa orðið í 2. sæti á U.S. Amateur 2009 og spila í The Masters 2010. Hann hefir sem atvinnumaður sigrað í 3 mótum; 2 á Web.com þ.e. United Leasing Championship, 30. júní 2013 og Mylan Classic, 4. ágúst 2013. Eins sigraði Martin á móti á EGolf Professional Tour þ.e. Forest Oaks Classic 2010.
Það skemmtilegasta utan golfsins segir Martin vera að fara á ruðningsboltaleiki Clemson.
Uppáhaldsgolfvöllur Martin er Augusta National, en langar mest til að spila á St. Andrews af þeim sem hann á eftir.
Hann ferðast aldrei án GPS.
Uppáhalds íþróttalið hans eru Atlanta Brave
Martin er hjátrúarfullur og notar aðeins 25 centa peninga frá því fyrir 1987 sem boltamerki.
Uppáhaldssjónvarpsþáttur Martin er „Entourage.“…Uppáhaldskvikmyndin er „The Hangover.“…Uppáhaldsskemmtikraftur er Dave Chappelle.
Uppáhaldsmatur er steik.
Hann hefir mest gaman af því að fylgjast með Michael Vick af íþróttamönnunum.
Uppáhaldsborgin hans er Charleston, S.C…
Meðal þess sem Martin langar að gera er að sigra nokkur risamót.
Ben á bróður, Matt, sem nú er í golfliði Clemson University. Foreldrar bræðranna voru báðir í Clemson, en pabbi hans útskrifaðist frá Alabama.
Meðal góðgerðarmála sem Ben Martin beitir sér fyrir og styrkir er College Golf Fellowship and the Fellowship of Christian Athletes.
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024
