Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 24. 2017 | 15:00

Nýju strákarnir á PGA 2018: Alex Cejka (35/50)

Það voru 25 efstu á peningalista Web.com Tour sem hlutu kortin sín og þar með fullan spilarétt á PGA Tour, keppnistímabilið 2017-2018.

Golf 1 hefir haft þann vana á undanförnum árum að kynna alla þessa 50 nýju og ekki svo nýju, sem hins vegar hljóta spilarétt sinn að nýju á PGA Tour í gegnum 2. deildina, Web.com Tour.

Byrjað var á því að kynna þá 25 sem efstir voru á peningalista Web.com Tour og hlutu þannig kortin sín í 1. deild, PGA Tour.

Líkt og venja er hér á Golf 1 var byrjað að kynna þann, sem rétt slapp inn í gegnum peningalistann og síðan endað á þeim sem var á toppnum. Hann hefir þegar verið kynntur, Chesson Hadley, efsti maður á peningalista Web.com Tour 2017.

Nú verður tekið til við að kynna þann sem rétt slapp inn í gegnum Web.com Finals og endað á þeim sem var á toppnum þar, en þeir 25 hljóta einnig spilarétt og kort fyrir 2017-2018 keppnistímabilið á PGA Tour.

Sá sem var í 16. sæti og komst inn á PGA Tour í gegnum Web.com Tour finals er Alex Cejka frá Þýskalandi, en hann var með verðlaunafé á Web.com Finals upp á samtals $53,480.

 Alex Cejka  fæddist í , Mariánské Lázně í Tékkóslóvakíu, 2. desember 1970 og er því 46 ára.

Alex flúði ásamt föður sínum 9 ára gamall, frá Tékkóslóvakíu kommúnísmans, var flóttamaður, en þeir feðgar ferðuðust fótgangandi, í lest, syndandi og á hjólum yfir til Þýskalands og settust að í Frankfurt.

Alex er 1,73 m á hæð.

Cejka er í dag kvæntur Alyssu og á tvo syni, Alexander og Felix, með henni. Þau búa í Las Vegas, Nevada.

Alex Cejka gerðist atvinnumaður í golfi árið 1989, eða fyrir 28 árum, þá 18 ára, eftir að hann sá Bernhard Langer í sjónvarpinu en hann er liðtækur í fótbolta og íshokkí.

Meðal áhugamála utan golfsins eru fiskveiðar, móthjól og bátar.

Alþjóðlegir sigrar Cejka eru 11:

1990 Czech Open
1991 Audi Quattro Trophy [Áskorendamótaröð Evrópu]
1992 Czech Open
1992 Audi Open [Áskorendamótaröð Evrópu]
1995 Turespana Open Andalucia [Evróputúrinn]
1995 Hohe Brucke Open [Evróputúrinn]
1995 Volvo Masters [Evróputúrinn]
1997 KB Golf Challenge [Áskorendamótaröð Evrópu]
1998 Lancia Golf Pokal
2002 Lancome Trophy [Evróputúrinn]
2002 Galeria Kaufhof Pokal Challenge [Áskorendamótaröð Evrópu]

Cejka hefir spilað á PGA Tour af og til frá árinu 2003 (komst fyrst á mótaröðina í gegnum lokaúrtökumót 2002 og tókst það aftur 20005 og 2006 – hann er því ekki svo nýr á túrnum!!!) og á Web.com Tour frá árinu 2013.

Hann hefir sigrað á báðum mótaröðum, Web.com Tour og PGA Tour þ.e.: Pacific Rubiales Colombia Championship Presented by Claro árið 2014 á Web.com Tour og árið 2015 á PGA Tour þ.e. á Puerto Rico Open

Cejka hefir jafnframt tekið þátt í eftirfarandi liðakeppnum og þá fyrir Þýskaland:

1995, 1996, 1997, 2000, 2002, 2003, 2005, 2007, 2008, 2009, 2011, 2016 Heimsbikarinn.
2016 Sumarólympíuleikarnir.
1994, 1995, 1997, 1998 Dunhill Cup.
2000, 2002, 2003 Seve Trophy.