Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 10. 2014 | 19:00

Nýju strákarnir á Evróputúrnum 2015: Pedro Oriol (8/27)

Spænski kylfingurinn Pedro Oriol varð i 20. sæti af þeim 27 sem hlutu fullan spilarétt á Evrópumótaröðinni keppnistímabilið 2014-2015. á lokaúrtökumótinu í Girona, á Spáni, 20. nóvember s.l.

Pedro Oriol er fæddur 26. júlí 1986 og er því 28 ára.  Hann byrjaði í golfi 10 ára eftir að afi hans kenndi honum.

Oriol lék í bandaríska háskólagolfinu með University of Arizona, en sneri aftur heim til Mardríd og lauk námi það í markaðsfræðum og fjármálastjórn.

Oriol hefir allt frá árinu 2008 reynt að komast á Evrópumótaröðina í gegnum Q-school og hefir tvívegis komist á mótaröðina; fyrst árið 2010 þegar hann varð í 24. sæti og nú keppnistímabilið 2015 þegar hann tók 20. kortið sem í boði var!

Oriol gerðist atvinnumaður í golfi árið 2009 og sama ár vann hann næstum því fyrsta mótið sitt á Evrópumótaröðinni, í fyrsta sinn sem hann keppti sem atvinnumaður en það var á Challenge de España en hann varð síðan í 3. sæti á eftir Rhys Davies frá Wales, sem vann mótið.

Landi og vinur Oriol er Gonzalo Fernandez-Castaño, en Oriol vonast til að feta í fótspor hans, en Gonzo hefir þegar sigrað í 7 mótum.

Uppáhaldsíþróttamenn Oriol eru Rafael Nadal og Fernando Alonso, Eins finnst Oriol gaman að fara á veiðar í frítíma sínum.