Lee Westwood
Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 6. 2017 | 16:30

Masters 2017: Lee Westwood fær 2 milljóna punda bónus ef hann sigrar á Masters

Lee Westwood fær £ 2milljóna bónus ofan á þær   £1.44milljónir sem hann hlýtur í vinningsfé ef hann sigrar á Masters risamótinu.

Westy hefir samþykkt bónussamninginn við nýja styrktaraðila sem nefnast Flannels.

Hann hefir alveg ágætis statistík í Masters þó honum hafi aldrei almennilega tekist að reka endahnútinn og vinna mótið.

Þannig hefir hann undanfarin 7 ár verið 5 sinnum meðal efstu 10 í Mastersmótinu.

Er ekki komið að Westy í ár?