Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 30. 2014 | 18:00

Martin Kaymer byrjaður að deita Kirsty Gallacher

Martin Kaymer er byrjaður að deita fréttamann Sky Sports, Kirsty Gallacher

Heimildarmaður The Sun sagði í dag að Gallacher hefði varið tíma með þýska kylfingnum eftir að hafa hætt með fyrrum rugby leikmanninum Paul Sampson. 

Kaymer hefir boðið Kirsty Gallacher, sem hætti með Sampson í ágúst s.l. á tvö deit, eftir að spilafélagi Kaymer í Rydernum og frændi Kirsty, Stephen Gallacher kynnti þau, meðan á Ryder bikars keppninnni stóð.

Sagt er að  Kaymer, sem oft er nefndur „ískarlinn“ (ens. Ice Man) og Kirsty hafi strax komið vel saman, en þau eru enn ekki opinberlega par.

Heimildarmaður The Sun sagði: „Kirsty hefir virkilega átt erfitt ár eftir að hjúskapur hennar fór út um þúfur. Hún er að ganga í gegnum erfiða tíma í skilnaði sínum. Nú hefir hún vonandi fundið einhvern sem fær hana til að brosa aftur. Hún er nú einhleyp í fyrsta sinn í 14 ár og hún á skilið að fara að skemmta sér aftur.  Þau (Kaymer og Kirsty) daðra mikið hvort við annað og þykir bersýnlega mjög vænt hvort um annað.

Kirsty Gallacher var með Sampson í 10 ár áður en þau giftu sig 2010. Þau eiga saman 2 börn og hafa búið í glæsihýsi sínu í Surrey, allt þar til Sampson flutti út þegar samband þeirra fór út um þúfur.