Luke Donald hefir verið að berja höfuðið við stein – allt á uppleið nú eftir 2 erni á sama hring í Turkish Airlines Open
Fyrrum nr. 1 á heimslistanum, Luke Donald, hefir ekkert sérlega mikið verið í golffréttum undanfarið nema e.t.v. fyrir að komast ekki í Ryder bikars lið Paul McGinley. e.t.v. svolítið óvænt. Hann er ekki lengur nr. 1 heldur nr. 39 á heimslistanum.
Donald getur þó tekið gleði sína eftir Turkish Airlines Open (TAO) því eftir slaka byrjun upp á 74 högg sem hann fylgdi síðan eftir með hringjum upp á 73 68 átti hann glæsilokahring upp á 5 undir pari, 67 högg, þar sem hann fekk m.a. tvo erni.
„Þetta hefir verið svolítið frústrerandi undanfarið,“ sagði hinn 36 ára Luke Donald.
„Ég hef verið að berja hausinn við stein undanfarna mánuði. Það er erfitt þegar þú veist að þú ert hæfur leikmaður en þetta er bara ekki að gera sig fyrir þig. Þessi leikur fer stundum í þig en ég er viss um að með vinnunni sem ég hef lagt í hann undanfarið með þjálfara mínum þá fari þetta að skila sér,“ sagði Donald.
„Í 3 eða 4 mánuði var ég ekki að setja niður fugla en s.l. helgi fór ég að skora vel. Þetta eru allt góð merki um að þetta sé að byrja að koma aftur.“
Donald hefir nú snúið aftur til gamla sveifluþjálfara síns Pat Goss, eftir að hann viðurkenndi fyrir sjálfum sér að róttækar sveiflubreytingar, sem hann gerði með öðrum þjálfara Chuck Cook hefðu ekki skilað honum neinu.
„Pat og ég erum nú að vinna í bilinu 150 yördum og inn; ég er að reyna að verða aftur einn sá besti af þessari fjarlægð í heiminum,“ útskýrði Donald.
Ég verð aldrei kraftakylfingur, þannig að stjórn af þessari fjarlægð er mér mikilvæg,“ sagði Luke Donald.
„Í hvert sinn sem maður er að vinna í þessum hlutum ,þá er það erfitt, vegna þess að maður vill helst fara út á völl án þess að vera með of margar hugsanir að flækjast fyrir manni,“ sagði Luke, sem tekið hefir þátt í 4 Ryder bikurum.
„Í augnablikinu er ég að ofhugsa en þetta virðist verða betra með hverjum degi.“
Donald er talinn einn af bestu kylfingum sem aldrei hafa sigrað í risamóti og hann er nú að reyna að einbeita sér að þeim þáttum leiks síns sem gerðu hann að nr. 1 á heimslistanum eitt sinn.
„Ég er að reyna að verða mjög góður aftur í því sem ég er venjulega góður í. Ég hafði fjarlægst það mestallt keppnistímabilið núna,“ sagði Donald sem býr í Chicago og varð í 32. sæti í Tyrklandi á samtals 6 undir pari, 282 höggum.
„Ég vil ekki einbeita mér of mikið að veikleikunum, eins og drævin mín og löngu járnin, heldur að einbeita mér að að sviðum þar sem ég er sterkur.“
Donald sem byrjaði á 10. teig á sunnudag fékk frábæra erni á 18. og 4. holu.
„Það er orðið langt síðan að ég hef fengið tvo erni á sama hring,“ sagði brosandi Donald. „Ég er venjulega ekki með of marga á ári.“
„Ég loksins hitti braut á 18. sem hjálpar og síðan tók ég 3-tré af 270 yördum og setti hann 8 fet frá holu.“
„Síðan á 4. hitti eg 3-járnið vel þannig að ég átti eftir auðvelt pútt. Þetta voru góðir ernir, þegar maður þarf ekki að hafa áhyggjur af púttunum.“
Í erfiðleikum fer maður svo sannarlega að draga allt í efa og maður hefir ekki mikið sjálfstraust yfir boltanum,“ sagði Donald.
„Maður byggir það (sjálfstraustið) upp aftur hægt og rólega með góðum æfingum og góðum niðurstöðum í mótum eins þessu (s.l. helgi þ.e. Turkish Airlines Open).
Það er vonandi að Luke Donald sé að koma aftur til og fari upp heimslistann aftur og verði með 2016 í Hazeltine!!!
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024
