Kylfuberi í stríði við PGA vegna litar á buxum
Duane Bock, kylfuberi Kevin Kisner, hefir nú svarað fyrir sig eftir að starfsmenn PGA Tour skömmuðu hann fyrir lit á stuttbuxum hans á Arnold Palmer Invitational.
Bock var tjáð af starfsmönnunum að laxableiku stuttbuxurnar sem hann klæddist væru ekki ásættanlegur klæðnaður.
„Nú er PGA Tour aftur kominn af stað,“ sagði Bock á Facebook síðu sinni. „Svo virðist sem þeir hafi átt í vandræðum með litinn á buxunum mínum í dag. Eftir hringinn var mér sagt af starfsmanni PGA Tour í skorhjólhýsinu að þessar stuttbuxur væru ekki í ásættanlegum lit.“
„Það er fyndið því ég hef verið í þessum buxum í hverri viku s.l. 14 mót, en nú eiga þeir allt í einu í vandræðum með litinn á þeim!“
„Í reglum segir að vera eigi í sólíd lit, hnjásíðum, sniðnum buxum; en ég hugsa bara að liturinn á buxum mínum dragi athyglina frá MasterCard merkinu sem ég auglýsi á baki mínu frítt.“
Síðasta setning Bock er vísun til lagadeilu milli kylfubera á PGA Tour og PGA Tour.
Fyrr á árinu var Bock einn af 150 kylfuberum sem höfðuðu mál gegn PGA Tour m.a. vegna þess að þeir vilja frá hluta af auglýsingatekjum af auglýsingum á svuntum, sem þeim er gert að klæðast, en auglýsingatekjurnar renna sem er óskertar til PGA Tour.
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024

