Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 25. 2015 | 08:30

Kylfuberi í stríði við PGA vegna litar á buxum

Duane Bock, kylfuberi Kevin Kisner, hefir nú svarað fyrir sig eftir að starfsmenn PGA Tour skömmuðu hann fyrir lit á stuttbuxum hans á Arnold Palmer Invitational.

Bock kylfusveinn Kevin Kisner

Bock kylfusveinn Kevin Kisner

Bock var tjáð af starfsmönnunum að laxableiku stuttbuxurnar sem hann klæddist væru ekki ásættanlegur klæðnaður.

Nú er PGA Tour aftur kominn af stað,“ sagði Bock á Facebook síðu sinni. „Svo virðist sem þeir hafi átt í vandræðum með litinn á buxunum mínum í dag. Eftir hringinn var mér sagt af starfsmanni PGA Tour í skorhjólhýsinu að þessar stuttbuxur væru ekki í ásættanlegum lit.“

Það er fyndið því ég hef verið í þessum buxum í hverri viku s.l. 14 mót,  en nú eiga þeir allt í einu í vandræðum með litinn á þeim!“

Í reglum segir að vera eigi í sólíd lit, hnjásíðum, sniðnum buxum;  en ég hugsa bara að liturinn á buxum mínum dragi athyglina frá MasterCard merkinu sem ég auglýsi á baki mínu frítt.“

Síðasta setning Bock er vísun til lagadeilu milli kylfubera á PGA Tour og PGA Tour.

Fyrr á árinu var Bock einn af 150 kylfuberum sem höfðuðu mál gegn PGA Tour m.a. vegna þess að þeir vilja frá hluta af auglýsingatekjum af auglýsingum á svuntum, sem þeim er gert að klæðast, en auglýsingatekjurnar renna sem er óskertar til PGA Tour.