Klúbbfélagi í Augusta National Knox paraður með Tiger – vann Rory
Rory McIlroy skrifaði honum bréf og bað um „nokkra æfingahring“ með honum, en hann vann m.a. Sergio Garcia fyrir nokkrum árum á Augusta National og í síðustu viku var hann þ.e. Jeff Knox paraður með Tiger Woods.
Jeff Knox er félagi í Augusta National og þekkir völlinn eins og lófann á sér. Þegar þátttakendur í The Masters mótinu eru í oddatölu eins og nú (97 eftir að Marc Leishman dró sig úr mótinu) er Knox kallaður til.
Skv. ýmsum heimildum lék Knox með Tiger s.l. föstudag á Augusta National. Þetta var 2. æfingahringur Tiger á vellinum á þessu ári og nokkrum klukkustundum síðar kom fréttatilkynningin um að hann ætlaði að keppa í The Masters.
Skv. Augusta Chronicle tölublaði frá árinu 2011, þá á Knox vallarmetið þ.e. 11 undir pari, 61 högg (af teigum félagsmanna) á Augusta National, en þeim árangri náði hann 2003.
Rory var mjög hrifinn af leik Knox og kunnáttu hans á Augusta National og hann ætlaði sér að ná í ráð hjá Knox áður en hann reynir við Grand Slam ferils síns (Ens. Career Grand Slam).
„Að spila með Jeff eru forréttindi fyrir mig til þess að sjá hvernig hann spilar völlinn,“ sagði Rory nú fyrr á þessu ári. „Ég held að ég hafi verið á 71 en Jeff 70. Og jafnvel þó allir hafi sagt: „Oh, þú lést áhugamann vinna þig“ þá eru bara alls ekki margir sem ná að vera á 70 af Masters teigum á Augusta.„
Rory er ekki eini atvinnumaðurinn sem Knox hefir sigrað á Augusta National. Sergio Garcia tapaði fyrir honum árið 2006 þegar hann Sergio var á 73 og jafnvel Bubba Watson átti í vandræðum með Knox 2013.
„Ég þekki hann frá því að ég var í háskóla vegna þess að hann er Bulldog [University of Georgia]. Hann er virkilega góður kylfingur,“ sagði Bubba, sem var paraður með Knox á 3. hring.
Ernie Els var paraður með Knox á 3. hring árið 2011 á Masters.
„Við skemmtum okkur vel. Það var gaman að spila við hann og hann er mjög góður kylfingur,“ sagði Els nú fyrir skömmu, eftir að honum var sagt frá því að hann (Knox) hefði unnið Rory á síðasta ári. „Ég þakka bara forsjóninni fyrir að hann (Knox) átti slæma holu með mér, annars gæti hann hafa sett mig undir pressu þarna.“
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024
