Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 26. 2015 | 09:00

Jordan Spieth keypti sér hús fyrir $2,3 milljónir

Margir sem eru 21 árs búa enn hjá foreldrum sínum, eru í háskólanum, á námslánum og í partýum hverja helgi.

En svo er ekki um alla – sumir eru kannski búnir að skrapa saman nóg fyrir fyrstu íbúð sinni.

Það eru ekki allir eins og Jordan Spieth sem er 21 árs og er búinn að vinna sér inn $ 10 milljónir, m.a. vegna tveggja sigra hans á PGA Tour og ábatasams samnings til 10 ára við Under Armour sem hann var að skrifa undir.

Og í hvað fara peningar Spieth?  Hann er nýbúinn að kaupa sér $ 2,3 milljóna (u.þ.b. 300 milljóna íslenskra króna) glæsihýsi í Texas, en Mark Cuban (eigandi NBA Dallas Mavericks, Landmark Theaters og Magnolia Pictures) er nágranni hans.

Á næstunni er sagt að Spieth muni fara í veiðiferð með nágrönnum sínum, þ.e. þeim Mark Cuban,  Chris Daughtry (tónlistarmaður), Jeff Probst (þekktur bandarískur þáttastjórnandi m.a. þátta á borð við Survivor), Bobby Flay (sjónvarpskokkur) og Derek Hough (Dancing with the Stars).

Flott hjá Spieth – búinn að koma ár sinni vel fyrir borð …. og rétt að byrja!!!

Hér má sjá myndir frá glæsihýsi Spieth:

spiethhome_600_1

spiethhome_600_2

spiethhome_600_3

spiethhome_600_4

spiethhome_600_5

spiethhome_600_6

spiethhome_600_7

spiethhome_600_8