Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 27. 2015 | 12:25

John Daly í mál við PGA

Bandaríski kylfingurinn John Daly hefir höfðað mál gegn PGA mótaröðinni, vegna atviks sem átti sér stað fyrir 8 árum síðan.

Á Honda Classic árið 2007 stökk kvenkyns áhorfandi fyrir framan tvöfalda risamótsmeistarann (Daly) og hann hélt því fram að hann hafi reynt að stoppa sveiflu sína sem olli því að hann sló fyrir aftan boltann.

Við þetta brákuðust 2 rif í Daly og hægri öxl hans fór úr lið og hann átti í margskonar meiðslum út af þessu atviki mörg ár á eftir.

Konan var ekki einu sinni með aðgangsmiða en kom út úr einu húsanna. Það skrítna er að við vöruðum hana við tvívegis (að hann þ.e. Daly væri að fara að slá),“ sagði Daly í viðtali við Golf.com.

Hinn 48 ára Daly fór fyrst í mál við PGA mótaröðina út af atvikinu 2010, jafnhliða skipuleggjendum Honda Classic.

Ty Votaw, framkvæmdavaraforseti PGA Tour sagðist ekki hafa neitt komment „meðan málið væri enn fyrir dómstólum.“