Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 12. 2017 | 18:00

Hver er kylfingurinn: Jon Rahm (II)?

Jon Rahm Rodríguez frá Spáni hefir vakið athygli á sér á golfmótum PGA mótaraðarinnar á undanförnum misserum.

Nú nýverið varð hann í 2. sæti á heimsmótinu í holukeppni og keppti í úrslitaviðureigninni við Dustin Johnson, sem hafði betur. Eins komst Jon Rahm í gegnum niðurskurð í nýafstöðnu Masters móti, þannig að hann er aldeilis að gera góða hluti og er svo sannarlega framtíðarmaður sem vert er að fylgjast með!

Jon Rahm fæddist í Barrika á Spáni 10. nóvember 1994 (sama dag og Andri Þór „okkar“ Björnsson í GR, Andri hins vegar fæddur 1992).  Rahm er því aðeins 22 ára.

Hann var um skeið nr. 1 á heimslista áhugamanna, en hann var m.a. með lægsta skor áhugamanns á Opna bandaríska í fyrra (2016).

Jon Rahm á kærustu, Kelley Cahill og er sagt að þau tvö séu mjög ástfangin.

Rahm og Cahill eru ástfangin upp yfir haus

Rahm og Cahill eru ástfangin upp yfir haus

Áhugamannsferill Jon Rahm.
Rahm spilaði í bandaríska háskólagolfinu með liði  Arizona State Sun Devils, þar sem hann vann það frækna afrek að sigra 11 sinnum í einstaklingskeppnum. Hann er og var í miklu uppáhaldi hjá þjálfara sínum í bandaríska háskólagolfinu, bróður Phil Mickelson Sjá grein Golf 1 um það með því að SMELLA HÉR: Rahm hefir tvívegis hlotið Ben Hogan Award og hann var nr. 1 á heimslista áhugamanna í 60 vikur í röð og hlaut Mark H. McCormack Medal árið 2015. Hann sigraði í einstaklingskeppninni í  Eisenhower Trophy 2016.

Jon Rahm í búningi Arizona Sun Devils

Jon Rahm í búningi Arizona Sun Devils

Helstu sigrar Rahm í áhugamannamótum eru eftirfarandi:
2010 Spanish Junior/Boys Championship.
2011 Copa Baleares, Campeonato de Madrid Absoluto.
2012 Campeonato de España Junior Y Boys, Campeonato Absoluto País Vasco, Bill Cullum Invitational.
2014 ASU Thunderbird Invitational, Campeonato de España Absoluto, Bill Cullum Invitational.
2015 Duck Invitational, ASU Thunderbird Invitational, NCAA San Diego Regional, Campeonato de España Absoluto, Tavistock Collegiate Invitational.
2016 ASU Thunderbird Invitational, Pac-12 Championships, NCAA Albuquerque Regional.

Atvinnumannsferill Jon Rahm

Rahm eftir árangurinn góða á 1. móti sínu sem atvinnumaður í golfi

Rahm eftir árangurinn góða á 1. móti sínu sem atvinnumaður í golfi

2016

Eftir að hafa tekið þátt í Opna bandaríska 2016 gerðist Rahm atvinnumaður í golfi og spilaði á Quicken Loans National sem þýddi að hann varð að afsala sér undanþáguna sem hann hafði til að spila í Opna breska 2016, sem besti áhugamaður heims. Í fyrsta móti sínu sem atvinnumaður var Rahm ýmist einn með öðrum í forystu og lauk keppni T-3, 4 höggum á eftir Bill Hurley III. Þessi góði árangur nægði til þess að Rahm fékk að nýju þátttökurétt á Opna bandaríska því Quicken Loans var hluti af úrtökumótaröð fyrir þetta eitt erfiðasta risamót allra risamóta. Rahm varð síðan T-2 á RBC Canadian Open og hlaut sérstakan takmarkaðan þátttökurétt á PGA Tour það sem eftir var keppnistímabilsins. Hann náði síðan að tryggja sér nægilega mörg stig sem keppandi sem ekki var með fullt kort og hlaut kortið sitt fyrir 2017 keppnistímabilið.  securing Special Temporary Member status for the remainder of the season. He secured enough points as a non-member to earn a PGA Tour card for 2017.

Sigur Rahm 2017 á Farmers Insurance Open

Sigur Rahm 29. janúar 2017 á Farmers Insurance Open

2017
Þann 29. janúar 2017, sigraði Rahm á Farmers Insurance Open með 60 feta (20 metra) arnarpútti á lokaholunni og vann fyrsta mótið sitt á PGA Tour með stæl. Sjá má frétt Golf 1 um sigur Rahm með því að SMELLA HÉR:  Með þessum sigri tryggði Rahm sér þátttökurétt á Masters risamótið á The Players Championship, the PGA Championship og almennt á heimsmótin.

Þann 2. mars spilaði Rahm í fyrsta heimsmóti sínu sem var WGC-Mexico Championship og hann átti hringi upp á 67-70-67-68 (−12) og varð T3, tveimur höggum á eftir sigurvegaranum, Dustin Johnson. Þremur vikum síðar spilaði hann í 2. heimsmóti sínu þ.e. WGC-Dell Technologies Match Play. Hann vann allar viðureignir sínar; þ.e. bar sigurorð af  Kevin Chappell 3 & 2; Shane Lowry 2 & 1 og landa sínum Sergio García 6 & 4. Hann hélt áfram sigrum sínum og í 16 manna úrslitum sigraði hann  Charles Howell III  6&4 og bætti síðan þetta frábæra skor sitt þegar hann kom Søren Kjeldsen úr keppni 7 & 5 í 8 manna úrslitunum.  Í 4 manna úrslitum vann hann Bill Haas 3 & 2 og mætti síðan nr. 1 á heimslistanum, Dustin Johnson  í úrslitaviðureigninni. DJ átti 5 högg á Rahm eftir aðeins 8 holur. Hins vegar sýndi Rahm karakter og vann 9, 10, 13, 15, og 16. holu og átti DJ aðeins 1 holu á Rahm þegar þeir fóru á 18. Báðir fengu par á 18. þannig að Rahm varð í 2. sæti (silfursætinu) á sínu fyrsta heimsmóti í holukeppni. Frábær árangur það.

Svo ekki sé talað um frammistöðu Rahm á Masters. Þar komst hann í gegnum niðurskurð í sínu fyrsta móti og varð T-27, lék á 3 yfir pari, 291 höggi (73 70 73 75) og hlaut  $78,100 í verðlaunafé. Vel gert!!!