Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 17. 2014 | 14:00

Hver er kylfingurinn: Brooks Koepka?

Bandaríski kylfingurinn Brooks Koepka sigraði í gær, 16. nóvember 2014 á Turkish Airlines Open móti Evrópumótaraðarinnar.

Þetta er fyrsti sigur Koepka á Evrópumótaröðinni og stærsti sigurinn á ferlinum til þessa.

Brooks Koepka eftir 1. sigurinn á Evrópumótaröðinni Turkish Airlines Open 16. nóvember 2014

Brooks Koepka eftir 1. sigurinn á Evrópumótaröðinni Turkish Airlines Open 16. nóvember 2014

En hver er þessi kylfingur eiginlega, sem kemur eins og þruma úr heiðskýru lofti og sigrar á einu lokamóta Evrópumótaraðarinnar?

Brooks Koepka fæddist í Wellington, á West Palm Beach, í Flórída 3. maí 1990 og er því aðeins 24 ára.

Hann er tiltölulega nýútskrifaður úr Florida State University, þar sem hann spilaði golf með golfliðinu í bandaríska háskólagolfinu í 4 ár.

Hann vann m.a. 3 sinnum í einstklingskeppnum í háskólamótum með FSU og hlaut þrisvar sinnum heiðurstitilinn All-American.

Koepka útskrifaðist 2012 og þetta sama ár tók hann þátt sem áhugamaður í Opna bandaríska risamótinu.  Eftir að hann komst ekki í gegnum niðurskurð í Opna bandaríska gerðist hann atvinnumaður í golfi og hóf ferilinn á Áskorendamótaröð Evrópu (Challenge Tour).

Hann vann fyrsta mótið á Áskorendamótaröðinni 30. september 2012 þ.e. the Challenge de Catalunya.  Árið 2013 fylgdi annar sigurinn á Áskorendamótaröðinni þ.e. á Montecchia Golf Open. Aðeins mánuði síðar sigraði Koepka aftur á  Fred Olsen Challenge de España, þar sem hann setti mótsmet, lék á 24 undir pari, 260 höggum og átti metsmun á næsta mann heil 10 högg!!!

Brooks Koepka eftir sigurinn á Fred Olsen mótinu á Kanarí

Brooks Koepka eftir sigurinn á Fred Olsen mótinu á Kanarí

Aðeins 3 vikum síðar vann Koepka 3. sigur sinn árið 2013 á Scottish Hydro Challenge. Með þessum 3 sigrum vann Koepka sér inn kortið sitt á Evrópumótaröðinni fyrir afgang 2013 golftímabilsins og eins út 2014 keppnistímabilið.

Daginn eftir að 3. sigur sinn á Áskorendamótaröðinni vann Koepka sér þátttökurétt á Opna breska árið 2013.  Á fyrsta móti sínu á Evrópumótaröðinni þ.e. Opna skoska varð hann jafn öðrum í 12. sæti (þ.e. T-12).

Á fyrsta móti ársins 2014 á PGA Tour, þar sem Koepka spilaði líka var hann í forystu eftir 2. og 3. hring Frys.com Open.  Hann lauk keppni T-3.  Á Opna bandaríska nú í ár, 2014 varð hann T-4, sem er besti árangur hans á risamóti og með þessum árangri vann hann sér inn PGA Tour kortið sitt fyrir keppnistímabilið 2014-2015 sem og boðsmiða á Masters risamótið 2015. Seinna nú í ár varð hann í 15. sæti á PGA Championship risamótinu og var í kjölfarið tilnefndur sem PGA Tour nýliði ársins, en sá tiltill féll loks Chesson Hadley í skaut.

Nú er Koepka búinn að sigra á stóru móti í Evrópu og verður líklegast að pendúlast milli þessara tveggju stærstu mótaraðar golfsins í heiminum á næsta ári.

Koepka segist njóta þess að vera með fjölskyldunni þegar hann er heima í Flórída og spila golf við yngri bróður sinn Chase, hvenær sem hann kemur því við.

Uppáhaldsíþróttalið hans eru Manchester United Football Club og the Los Angeles Lakers í körfunni.