Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 9. 2016 | 18:00

Guðrún Björg búsett í Malaví sigraði í B division á Zimbabwe Ladies Open

Íslensk kona og frábær kylfingur úr Golfklúbbnum Oddi, Guðrún Björg Egilsdóttir, er búsett í Afríkuríkinu Malaví.

Hún leitaði sér strax að golfklúbb í Malaví þegar þangað var komið og er nú í Lilongwe golfklúbbnum í Malaví.

Guðrún Björg Egilsdóttir, GO og Lilongwe á 1. degi Zimbabwe Ladies Oepn

Guðrún Björg Egilsdóttir, GO og Lilongwe á 1. degi Zimbabwe Ladies Open

Konunum í Lilongwe golfklúbbnum bauðst fyrir skemmstu að taka þátt í Zimbabwe Ladies Open og  að sögn Guðrúnar fannst henni „þetta alveg brjálæðisleg hugmynd og sló þessvegna til.

Team Malawi

Team Malawi

Guðrún sagði jafnframt í viðtali við Golf 1 að þetta hafi „bara verið ein af (hennar) bestu lífsreynslum“ og að hún hafi kynnst „fullt af góðum golfvinum og hafi unnið B division í leiðinni.

Guðrún Björg varð líka í 1.-2. sæti í öldungakeppni en dregið var um verðlaunasætið og varð Guðrún í 2. sæti í þeim útdrætti.

Team Malawi

Team Malawi

Zimbabwe Ladies Open er fyrir kvenkylfinga búsetta í Malaví, Zimbabwe, Botswana og Zambíu. Keppnin er haldin í þessum löndum á hverju ári. Nu var keppnin í Zimbabwe á Borrowdale Brooke golf course.

Glæsilegt hjá Guðrúnu Björgu að sigra á stóru golfmóti í Afríku og ekki alla daga sem eru fréttir þess efnis og reyndar til efs að margir íslenskir kvenkylfingar hafi frá svipaðri lífsreynslu að segja!