Ragnheiður Jónsdóttir | október. 6. 2016 | 18:00

Golfvellir í Þýskalandi: Golf Club Wiesensee – Westerwald (11/18)

Golfklúbburinn sem kynntur verður í dag er Golf Club Wiesensee í Westerburg/Westerwald.

Sjá má allar brautir Wiesensee golfvallarins með því að SMELLA HÉR: 

Lógó Wiesenberg golfstaðarins

Lógó Wiesenberg golfklúbbsins

Náttúrlegur arkítektúr staðarins og gömlu trén alls staðar á vellinum gera spil á Wiesensee að upplifun, en auk þess er boðið upp á útsýni á nálægu vatni. Flokka mætti Wiesensee sem fallegan skógarvöll.

Aðalbrautirnar eru par-5 9. holan sem með sínum 569 metrum er ein lengsta par-5 Þýskalands. Aðrar eftirtektarverðar holur eru par-3 11. holan sem er heil 217 metra löng.

Nokkuð sérstök er 4. brautin sem er par-4 og 248 metra löng.  Þetta er braut þar sem maður ætti með góðu drævi náð albatross eða farið holu í höggi.  Þetta hefir hins vegar til dagsins í dag aðeins 3 kylfingum tekist.

Í Wiesensee er einnig góður par-3 völlur, sem hentar sérlega vel fyrir byrjendur.

Komast má á heimasíðu Wiesensee klúbbsins með því að SMELLA HÉR: 

Aðrar upplýsingar:

Heimilisfang: Golf Club Wiesensee e.V.; Am Wiesensee; 56457 Westerburg / Westerwald*

Sími: +49 2663 991-190

Fax: +49 2663 991-193

E-mail: golfclub.wiesensee@lindner.de