Golfvellir í Kanada (E): Glendale G&C Club
Það eru u.þ.b. 2000 golfvellir í Kanada þar af eru um 230 í Alberta ríki og 37 í kringum 6. stærstu borg í Kanada, Edmonton í Alberta, nýs áfangastaðar Icelandair. Golf 1 verður hér með kynningu á nokkrum þessara 37 golfvalla í kringum Edmonton.
Við hefjum ferð okkar um golfvellina 37 nálægt Edmonton í Glendale Golf & Country Club. Völlurinn er aðeins í 2 mílna (u.þ.b. 3,2 km fjarlægð) frá miðbæ Edmonton.
Það var á 6. áratugnum sem hópur Gyðinga, sem allir voru bissnessmenn, komu saman og stofnuðu Glendale klúbbinn. Árið 1959 var klúbburinn skráður og árið 1960 var hægt að spila á fyrstu 9 holum klúbbsins á 170 ekru landi. Stuttu þar á eftir, 1961 var hinum 9 holunum bætt við.
Golfarkítekt Glendale er Norman Woods, sem var lærlingur hins goðsagnakennda Stanley Thompson (sem m.a. hannaði Campilano golfvöllinn, sem Golf 1 kynnti fyrstan allra golfvalla Kanada).
Glendale er 18 holu par-72 skógarvöllur, sem opnaði dyr sínar fyrir golfleik árið 1961 og hefir frá þeim tíma (að sögn klúbbsins og nokkurra annarra) orðið að einum besta golfvelli í Kanada.
Phil Jonas (Kanadamaður, sem nú spilar á Evróputúr öldunga (Senior Tour)) sagði m.a. um völlinn: „Ég held að Glendale hljóti að vera meðal 3-4 bestu golfvalla í Kanada.“ Leikmaður á kanadíska PGA, Ray Stewart sagði einnig um Glendale völlinn að þetta væri besti golfvöllurinn sem hann hefði spilað á kanadíska túrnum í 20 ár. Eftir sigur í Canadian Amateur Championships árið 2000, sem fram fóru á Glendale sagði Han Lee m.a.: „Ég hef aldrei verið á golfvelli sem lagaðist eftir því sem leið á mótið,“ svo gott er allt viðhald á vellinum.
Margir af bestu kylfingum heims hafa leikið á Glendale, s.s. John Daly og Lee Trevino og líkaði vel. Reyndar átti Trevino vallarmetið upp á 64 högg á Glendale lengi vel allt þar til Aaron Barber tókst að slá það í Telus Edmonton Open árið 2002, þegar hann lék á 63 höggum og íbúa í Edmonton, Mike Belbin hefir síðan tekist að jafna það.
Það sem er sérstaklega gott við Glendale golfvöllinn í Edmonton eru flatirnar en félagar í klúbbnum eru orðnir vanir þeim allra bestu í öllu Alberta-ríki.
Eftir hring á Glendale vellinum er gott að slappa af og nærast í veitingastað klúbbsins, sem þykir sérlega góður.
Gott er að skoða heimasíðu klúbbsins, en þar eru myndir og upplýsingar um hverja einustu hinna 18 hola Glendale-vallarins. Smellið hér að neðan á heimasíðu og smellið síðan lengst til hægri á græna borðann, sem á stendur „golf course“ og síðan birtist síða og á henni er lengst til hægri „Tour the course“ þar sem hægt er að velja sér holu (merktar 1-18 og smella á þær) sem áhugi er á að skoða, en þar birtist mynd af viðkomandi holu ásamt nákvæmum lengdarupplýsingum.
Glendale er ágætis völlur að spila vegna nálægðar við miðborg Edmonton, sérstaklega ef ferðin er stutt og aðeins verið að skreppa í stutta golftengda verslunarferð!
Upplýsingar:
Heimilisfang: 12630 199 Street – Edmonton, AB T5L 4J3
Sími: (403) 447-3232
Heimasíða: SMELLIÐ HÉR:
Greinin birtist fyrst 2013 þegar Icelandair bættu Edmonton og Vancouver við sem áfangastöðum sínum.
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024

