Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 11. 2014 | 11:00

GKJ: Haukur Sörli fór holu í höggi!!!

Haukur Sörli Sigurvinsson úr golfklúbbnum Kili, GKJ,  gerði sér lítið fyrir og fór holu í höggi í gær, 10. maí 2014 á fyrstu holu Hlíðavallar í Mosfellsbæ sem er  par 3.

Margir hafa farið holuna á einu höggi en Haukur var að gera það í annað skiptið á aðeins tveimur árum.

Haukur er greinilega á heimavelli þarna og þekkir völlinn út og inn.

Golf 1 óskar Hauki til hamingju með draumahöggið!!!