Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 30. 2016 | 15:00

GFB: Feðgar að græja flatir á Skeggjabrekku velli

Feðgarnir Þorgeir Örn Sigurbjörnsson og Sigurbjörn Þorgeirsson eru þessa stundina í blíðskaparveðri á Skeggjabrekkuvelli á Ólafsfirði að laga flatir vallarins.

Golfklúbbur Ólafsfjarðar ber nú nafnið Golfklúbbur Fjallabyggðar (GFB).

Flottur 9 holur völlur sem er með mjög sérstakt layout og ævinlega vel hirtur!!!

Mót sem vert væri að taka þátt í eru t.a.m. Opna minningarmót GFB, sem fer fram 1. ágúst n.k.  eða Opna Rammamótið sem fram fer 13. ágúst n.k.

Þeir sem enn eiga eftir að spila Skeggjabrekkuvöll ættu að drífa sig norður og gera það hið fyrsta … hvort sem það til að taka þátt í  móti eða bara til að njóta Skeggjabrekkuvallar!!!