Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 23. 2015 | 07:30

Fréttir af ótímabærum dauða Tiger stórlega ýktar

Fréttir af dauða Tiger Woods breiddust út eins og eldur í sinu fyrr í þesari viku, sem olli mörgum golfaðdáandanum miklum áhyggjum.

Staðfest hefir verið að eini parturinn af Tiger, sem dó var tönn, sem ljósmyndari nokkur sló úr honum við verðlaunaafhendingarpall í ítölsku Ölpunum, þar sem besti kylfingur allra tíma var að fylgjast með kærustu sinni Lindsey Vonn taka á móti verðlaunum.

Fréttir af ótímabærum dauða Tiger fengu byr undir báða vængi eftir að facebook síða þar sem stóð á RIP Tiger Woods náði næstum 1 milljóna „Like“-a.

Á umræddri facebook síðu stóð:

U.þ.b. kl. 11 á miðvikudaginn (21. janúar 2015) lést okkar elskulegi Tiger Woods. Hann var fæddur 31. desember í Cypress.  Hans mun verða saknað en hann mun ekki falla í gleymsku. Gerið svo vel að sýna samúð ykkar og samhug með því að skrifa  á og like-a þessa síðu.

Hundruðir golfáhangenda fóru þegar að skrifa samúðarskilaboð á facebook síðuna, þar sem m.a. kom fram hversu hnuggnir þeir væru að hinn hæfileikaríki 39 ára kylfingur væri fallinn frá.  Eins og venjulega fór allt hamförum á Twitter.

Hundruðir trúðu fréttinni meðan aðrir voru gagnrýnari, þar sem mikið hefir verið af fréttum að dauðsföllum frægra og ríkra, að undanförnu, sem ekki hefir átt neina stoð í raunveruleikanum.

Í nýlegri skoðunarkönnun – Sjá með því að SMELLA HÉR:  töldu 92% að ekkert væri fyndið að birta svona rangar dánarfregnir.

Í gær sáu umboðsmenn Tigers sig tilknúna að koma með opinbera fréttatilkynningu þar sem staðfest var að Tiger Woods væri ekki látinn.

Þar sagði m.a.: „Hann (Tiger) er einn á löngum lista þekktra manna sem hafa orðið fyrir barðinu á þessu prakkarastriki. Hann er á lífi og líður vel, hættið að trúa því sem þið sjáið á Internetinu.“

Sumir áhangendur hafa látið í ljós reiði yfir röngu fréttunum og sögðu að slíkur fréttaflutningur væri óábyrgur, hefði valdið hugarangri og væri beinlínis særandi.  Aðrir sögu að þessi ekki-frétt sýndi bara hversu gífurlega vinsæll Tiger væri um allan heim.